Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 48

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 48
VIÐTflL ÞÓRUNN REYNISDÓTTIR fyrirtæki erum við gjaldeyrisskapandi öfugt við bílaumboðin. Á endanum er okkar hagur þeirra hagur. Það er í samræmi við hagsmuni allra ef við getum nýtt þessa bíla yfir sumarið. Allir verða að hugsa til framtíðar, bæði ríkið, umboðin og bila- leigurnar, og það gerum við með þessum hætti. Við erum ekki að finna upp hjólið. Uti í hinum stóra heimi gæta menn þess að markaðurinn ofmettist ekki og grípa til ýmissa ráðstafana til að svo verði ekki,“ segir hún. Þetta snýst um verð ísland er eitt dýrasta bílaleigulandið, í svipuðum verðflokki og Noregur. Þetta er galli. Háannatími í bílaleigunni er núna ijórir mánuðir yfir sumarið en Þórunni dreymir um að timabilið lengist og að ísland verði markaðs- sett betur á veturna. Til þess að byggja upp þau viðskipti tel- ur hún æskilegt að hafa meiri mun á verðlagningu sumar og vetur en nú er. Þórunn bendir á að bílaleigan hafi margfeldis- áhrif inn í hagkerfið, þetta séu viðskipti sem bílaleigurnar kosti til og sæki erlendis, og þar sé bíllinn aðalatriðið. Hún bætir við að bílaleigan gefi gott tækifæri til að stjórna flæði ferðamanna um landið ef verðlagning á þjónustu er rétt og það sé til hagsbóta fyrir landsbyggðina. Hún telur æskilegt að allir taki höndum saman og hlúi að þessari grein, ekki síst rík- ið, landsbyggðin, olíufélögin, bílaleigurnar og tryggingafé- lögin. Til mikils sé að vinna. „Það snýst um verð. Okkur hef- ur ekki fundist vera nógu mikill skilningur á því hvað það hef- ur mikið að segja fyrir hagkerfið að hafa þessa tegund af ferðaþjónustu,“ segir hún. Samkeppnin er gífurlega hörð, ekki síst þar sem eitt flug- félag er á markaðnum sem rekur ijölmörg dótturfyrirtæki á flestum sviðum ferðaþjónustunnar og getur því fléttað saman ýmis tilboð og gert samkeppnina erfiðari þeim sem utan standa. Þórunn telur samkeppnisstöðuna óheilbrigða og gagn- rýnir harkalega hvernig staðið er að ferðamálum af hálfu hins opinbera, t.d. hvað varðar markaðsátak og úthlutun styrkja þar sem öllu Jjármagninu er beint til eins aðila. Hún telur heppilegt að virkja stærstu viðskiptaaðilana erlendis og fá þá til að taka þátt í slíku átaki, t.d. með því að leggja fram krónu á móti krónu eins og stundum hefur verið gert. Þetta sé alltof sjaldgæft. „Það er alveg frábært að fá peninga frá hinu opinbera ef þess er bara gætt að nýta allar leiðir til að hámarka tekjurnar af átakinu. Til þess að svo geti orðið er æskilegt að taka tillit til reynslu ann- arra þjóða. Þetta fjármagn verður að ávaxta sig. Við hjá Avis erum t.d. í samstarfi við stóra erlenda aðila sem sjálfir hafa ijár- fest á Islandi og það hefur aldrei verið haft samband við þá. Þetta myndu aðrar þjóðir ekki gera. Til lengri tíma litið er mjög bagalegt að það sé ekki byggt upp traust og samstarf við við- skiptavini okkar og söluaðila erlendis," segir hún. Óheppileg tenging Þórunn telur óheppilega tengingu fyrir hendi milli Ferðamálaráðs og eina flugfélagsins á markaðnum. Hún nefnir sem dæmi að starfsmenn Flugleiða í Amsterdam sinni símsvörun fyrir Ferðamálaráð. „Okkar stærstu söluaðilar reka upp stór augu. Þeir geta engan veginn bent viðskiptavin- um sínum á að hringja í Ferðamálaráð þar sem Flugleiðir svara og taka svo frá þeim viðskiptavinina. Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu vegna þess að þetta leiðir til vantrausts. Stór- ir söluaðilar hafa allt sitt undir þegar þeir markaðssetja ferða- lög til Islands. Þegar þeir finna að hagsmunir eru ólíkir og sam- keppnisstaðan ójöfn þá velja þeir einhvern annan áfangastað í heiminum til að selja. Okkur finnst bagalegt að Ferðamálaráð og hið opinbera skuli ekki hafa hlutlausa stöðu í þessum mál- um og átti sig ekki á því hversu mikilvægt slíkt hlutleysi er. Þeir eiga að virkja sem flesta til að selja ferðir til íslands. Það er þeirra hlutverk," segir Þórunn. Að hætta rneð reisn í málflutningi Þórunnar kemur í ljós að henni þykir vænt um Flugleiðir. En hvernig kom þá til að hún hætti hjá fyrirtækinu? „Ég tók bara allt í einu ákvörðun klukkan þrjú á þriðjudegi að hætta og gekk út. Það var ekki út af launum. Þegar maður er búinn að alast upp og leggja allt sitt í fyrirtækið þá finnst manni maður eiga heilmikið í því. Á þessum tíma hópaðist inn nýtt fólk og maður skildi ekki almennilega af hverju ekki var reynt að virkja það góða starfs- fólk sem fyrir var. Ég var ung þegar ég byrjaði hjá Flugleiðum, aðeins 14 ára, og kynntist flestöllum gömlu starfsmönnunum sem höfðu hag félagsins í fyrirrúmi. Við unnum af kappi og gerðum ekki miklar kröfur, þetta voru erfiðir tímar og maður var þakklátur fyrir að hafa vinnu. Aðstaðan var léleg en starfs- fólkið var gott og manni fannst gaman í vinnunni. Sem stöðvar- stjóri í Kaupmannahöfn hafði ég kynnst þvi hjá SAS að þekkingunni væri haldið innan fyrirtækisins og eldra starfs- fólki gert kleift að „trappa sig niður“ með reisn þegar ævi- starfinu var að ljúka. Þetta fannst mér skorta hjá Flugleiðum,“ segir hún. Þórunn hafði reynslu af rekstri bílaleigu áður en hún keypti Avis því að hún hafði starfað við Hertz bílaleiguna fyrir Flugleiðir í nokkur ár en bílunum þar hafði ijölgað úr 100 í 500 um það leyti sem hún hætti. Hún hafði kynnst Imad Khalidi, forstjóra Auto Europe, í viðskiptum og hann hafði margoft boðið henni samstarf af einhverju tagi en hún alltaf afþakkað. Einn góðan veðurdag tók hún samt skyndi- ákvörðun og ákvað að hætta. „Það var annað hvort nú eða aldrei," segir hún. Þórunn sagði upp og tók boði Imad Khalidi. Á þeim tíma var ekki ljóst í hverju samstarf þeirra myndi felast en skömmu síðar bauðst þeim að kaupa Avis bílaleiguna og eiga hana nú. „Það þótti glapræði á þeim tíma því að það er bara eitt flugfélag hérna með sína bílaleigu og sín hótel en við sáum bæði framtíð í bílaleigunni. Það hefur gengið eftir og við höfum farið óhefðbundnar leiðir í starf- seminni,“ segir hún. B!] „Okkar stærstu söluaðilar reka upp stór augu. Þeir geta engan veginn bent viðskiptavinum sínum á að hringja í Ferðamálaráð þar sem Flugleiðir svara og taka svo frá þeim viðskiptavinina. Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu vegna þess að þetta leiðir til vantrausts.“ 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.