Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 56
FRETTASKYRING GJflLDÞROT ÍSVflR
/
Gjaldþrot Isvár hefur verið á milli tannanna á
fólki, en talið er að heildarskuldir jyrirtœkisins
hafi numið allt að 200 milljónum þegarþað fór í
þrot. Deilt er um hvað haf farið úrskeiðis. En
fyrir aðeins rúmu ári, haustið 2001, var Isvá
verðmetið á um 280 milljónir króna.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
W
Islenska vátryggingamiðlunin ehf. var stofnuð af Kristni
Sigurðssyni vátryggingamiðlara í árslok 1996 þegar ný lög
um miðlun vátrygginga höfðu tekið gildi og miðlaði einkum
Sun Life söfnunartryggingum til að byrja með. Skömmu síðar
var stofnuð önnur vátryggingamiðlun, Fjárvernd ehf., og varð
hún einn aðal samkeppnisaðili íslensku vátryggingamiðlunar-
innar. Fyrirtækið fékk góðan meðbyr strax frá upphafi. Fyrir-
tækið miðlaði einnig sparnaði og tryggingum frá Friends
Provident í Englandi og fór ört stækkandi. Árið 1999 var
Islenska vátryggingamiðlunin orðin stærsta vátrygginga-
miðlunin hér á landi. Nokkrir af hluthöfunum höfðu áhuga á að
kaupa keppinautinn Fjárvernd og sameina fyrirtækin í ísvá hf.
Stofnandi Islensku vátryggingamiðlunarinnar var andvígur
þessari hugmynd. Hann var því keyptur út úr fyrirtækinu og
samruninn varð að veruleika. Starfsmönnum hins sameinaða
fyrirtækis var gefinn kostur á að auka hlut sinn í sameinuðu
fyrirtæki og ijárfestar komu inn. Á þessum tíma er talið að
gengið hafi verið um 30 og hlutaféð 4 milljónir króna. Síðar fór
gengið í allt að 60. Þess má geta að haustið 2001 var fyrirtækið
verðmetið á 280 milljónir króna.
Árið 2001 var metár ísvá opnaði aðstöðu í London og ákvað
að ryðja sér til rúms í miðlun á starfsábyrgðatryggingum,
hrossatryggingum, flugvélatryggingum og farmtryggingum.
Jón Kristinn Snæhólm sijórnmálafræðingur kom snemma til
starfa hjá fyrirtækinu, eignaðist fljótlega 5 prósenta hlut og jók
síðan við sig hlutinn. Hann varð stjórnarformaður fyrirtækis-
ins árið 1999 og gegndi þeirri stöðu í þijú ár eða fram í apríl
2002. Fyrirtækið jókst verulega í veltu og mannskap. Árið 2000
var velta fyrirtækisins tæplega 200 milljónir króna og smávegis
hagnaður af rekstrinum. Rekstrarárið 2001 var veltan tæpar
300 milljónir króna og nam tapið tæpum 60 milljónum króna
þrátt fyrir 40 prósenta söluaukningu. Fór að síga á ógæfuhlið-
ina síðustu mánuði ársins 2001 og árið 2002. Fyrirtækið var
lýst gjaldþrota í haust. „Við lögðum ekki megináherslu á
hagnað fyrstu árin heldur vöruþróun og vildum við ná afger-
andi stöðu á markaðnum. Árið 2001 var metár og þá var gríðar-
leg aukning í sölu en það var jafnframt þá sem byijaði að halla
undan fæti,“ segir hann.
Um 90 starfsmenn voru hjá fyrirtækinu þegar mest lét, þar
af um 70 tryggingamiðlarar. Fyrirtækið hafði hvetjandi starfs-
mannastefnu og greiddi vel sínu fólki og bauð upp á fræðslu og
Með auknum umsvifum fjölgaði starfsmönnum og voru um 80 alls
þegar mest lét. Fyrirtœkið flutti frá Suðurlandsbraut 4a...
...í stærra húsnœði á götuhæðinni að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.
Kostnaðurinn við flutninginn nam 15 milljónum króna og húsaleigan
hœkkaði verulega.
56