Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 62

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 62
getu fólks. Ég geri mér hins vegar vonir um að sjá fram á bjart- ari tíð með lækkandi vöxtum. Mín reynsla er sú að það hvernig jólaverslunin fer af stað endurspegli ástandið í samfélaginu. Helstu einkenni verslunarinnar núna eru að hún færist nær jól- um og einnig að nóg er til af öllum vörum, fólk þarf því ekki að sýna sömu fyrirhyggju við innkaupin og áður. Það er áberandi hve verslunin er að færast í stórum stíl yfir á helgarnar. Sú þró- un hefur einnig verið áberandi erlendis.“ Jóhannes segir ennfremur að verslunarferðir fólks til útlanda séu að mestu að leggjast af. Það er ánægjulegt að fólk notar hefð- bundnar haustferðir öðruvísi, það er að segja sér til upplyftingar en ekki til þess að versla. „Ein af meginástæðum þess er tilkoma stórra erlendra verslanakeðja í Smáralind. Fólk sótti áður mikið í verslanir eins og Debenhams og Zöru í verslunarferðum er- lendis en nú eru þær tíl staðar á íslandi. Ég tel fullvíst að ef virð- isaukaskattur yrði felldur niður af barnafatnaði, myndu verslun- arferðir tíl útlanda nánast leggjast af. Ég er mjög ánægður með þessa þróun - að sjá íslenskar verslanir vera algerlega sam- keppnisfærar við það sem best gerist í verslun erlendis," segir Jóhannes að lokum. SH Jóhannes Jónsson í Bónus: „Ég var lengi í verslunarrekstri í miðbœnum og man vel þá tib þegar miðbœrinn iðaði aflífi. “ Jóhannes Jónsson í Bónus: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ: Aukning í tilboðum Smáralindin að styrkjast Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, er á þeirri skoðun að mikil samkeppni ríki á milli Smáralindar, Kringlu og mið- bæjarins. „Smáralindin hefur verið að styrkjast á þessu ári, meðal annars með tilkomu nýrra verslana. Kringlan virðist einnig halda sínu og gamli miðbærinn lifir enn þá, þrátt fyrir það að hann sé á undanhaldi. Undanhaldið hjá miðbænum er hins vegar eðlilegt því það hlýtur eitthvað að bresta í öllu þessu fram- boði á markaðinum," segir Jóhannes. „Veðurfar hefur að vísu verið hagstætt Laugaveginum til þessa í ár, en það er ljóst að veður hefur mikil áhrif á verslun í miðbænum og gerir honum oft erfitt um vik. Ég er á þeirri skoðun að það hafi verið bankastofnanir sem eyðilögðu gamla miðbæinn á sínum tíma. Það hefði verið hægt að bjarga gamla miðbæjarkjarnanum fyrir 20 árum ef Landsbanka og Búnaðar- banka hefði verið breytt í verslunarmiðstöðvar." Bjartari tíð framundan „Greinilegur samdráttur er í samfélag- inu frá því í fyrra. Opinberar tölur sega okkur að skuldir heimil- anna séu sífellt að aukast og það hlýtur að koma niður á kaup- Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, segir það augljóst að samkeppni er viðvarandi á milli Smáralindar, Kringlunnar og Iuugavegar. ,Árangur þeirra ræðst af ýmsu. Má þar t.d. nefna að veður síð- ustu tvær vikur eða svo fyrir jólin hefur áhrif á ferðir fólks í verslanir á Iuugavegi og mikilvægt er fyrir það svæði að engar truflanir séu í umferð þennan tíma,“ segir Sigurður. „Laugavegurinn hefur upp á margt að bjóða, en er við- kvæmari fyrir ytri aðstæðum ef svo má segja en verslunar- miðstöðvarnar. A móti kemur þó að mikill ijöldi alls konar veit- ingastaða getur lífgað upp á verslunarferð á Imugaveginn. Það er ánægjulegt að sjá að öflugri samstaða er e.t.v. nú á milli rekstrar- aðila á Imugaveginum en stundum áður. Kringlan er afar sterkur segull sem nýtur eðlilega hylli kaup- enda sem geta lagt bílum sínum frítt ótímabundið og gert sín innkaup undir þaki og notið þjónustu veitingastaða. Margar og fjölbreyttar verslanir bjóða flest sem nejhendur í jólainnkaupa- ferð þarfnast. Smáralind er nýr og spennandi valkostur með nægum ókeypis bílastæðum og miklu plássi. Þar Jjölgar sífellt verslunum, jafnt einstökum sem alþjóðlegum, sem sumar eru ekki með aðra útsölustaði og jafnframt er þar boðið upp á veit- ingastaði, kvikmyndahús o.fl. Samkeppnin á milli þessara þriggja helstu verslunarstaða verður án efa mikil og skemmtileg enda felst hún m.a. í skemmtanahaldi, skreytingum o.þ.h.“ Sigurður telur kaupmenn vissulega finna fyrir samdrættí frá því í fyrra. „Þó að sjálfsögðu mismunandi eftir greinum. Ljóst er að einkaneyslan er minni og skuldir heimilanna hafa aukist. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.