Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 70
Idesember 2002 eru átta leiksýningar í
gangi á flórum sviðum Borgarleik-
hússins „Hér finna allir eitthvað við
sitt hæfi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir,
starfsmaður leikhússins. ,Á Stóra svið-
inu, stærsta og tæknivæddasta leiksviði á
landinu, er boðið upp á eitthvað fyrir alla:
Barnaleikrit, söngleiki, dramatísk verk
og gamanleiki, í glæsilegum búningi og
flutningi einvalaliðs.
70
Stóra sviðið, Nýja sviðið, Litla
sviðið og Þriðja hæðin. A hverju
sviði Borgarleikhússins er ákveð-
inn stíll - sem auðvitað er í
stöðugri þróun!“
Eftír Isak Örn Sigurðsson
ingum? Guðrún segir engan þurfa að
örvænta frammi fyrir erfiðu vali. „Leik-
húsgestum er hjartanlega velkomið að
senda stutta lýsingu á sjálfri/sjálfum
sér á borgarleikhus@borgarleikhus.is;
segðu hvað þér finnst skemmtilegt og
hvað þér finnst leiðinlegt, og einvalalið
leikhúsfólks fer yfir lýsinguna og finnur
sýningu við þitt hæfi! Hlökkum til að sjá
þig í leikhúsinu!“SH
Nýja svið Borgarleikhússins var opnað síðasta
haust - það var reist í nýrri tengibyggingu á milli
Kringlunnar og leikhússins - og þar hefur leikhópur
Nýja sviðsins fast aðsetur. Á Nýja sviðinu eru ein-
faldleikinn og samtíminn í fyrirrúmi. Þar hafa verið
sett upp glæný verk, íslensk og erlend, sem og eldri
verk skilin glænýjum skilningi. Ungir áhorfendur á
öllum aldrei eiga erindi á Nýja sviðið. Margir sem
halda að þeir kunni ekki, eða hafi ekki gaman af, að
fara í leikhús, finna á Nýja sviðinu eitthvað við sitt
hæfi. Litla sviðið var í fyrra og verður áfram í vetur
heimili gestaleikhópa og Þriðja hæðin er kaffileik-
hús Borgarleikhússins. Á hverju sviði er því ákveð-
inn stíll - sem auðvitað er í stöðugri þróun!“
Úrgamansöngleiknum HONK! Ljóti andarunginn med Felixi Bergssyni ogEddu
Heiðrúnu Backman í aðalhlutverkum.
Úr mörcju að velja! Fáðu hjálp! Úrvalið er ótrúlegt!
Er það ekki bara til óþurftar? Hvernig á fólk sem vill
gera sér dagamun að velja úr öllum þessum sýn-
um hátíðarnar
Jón og Hólmfríður, frekar erótískt leikrit í þrem þáttum, sem sýnt er á Nýja sviðinu.
Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius í hlutverkum sínum.
Meira (en) leikhús: Njála og japönsk matargerð
Borgarleikhúsið býður ekki bara upp á leiksýning-
ar. Þar eru haldnir flöldmargir tónleikar, uppákom-
ur og málfundir og sem dæmi um ijölbreytnina
nefnir Guðrún að alla mánudaga í haust hefur Jón
Böðvarsson haldið fyrirlestra um Njálu í stóra saln-
um á meðan kokkar kenna fólki að matreiða sushi
á þriðju hæðinni. „En leiklistin er auðvitað hjarta
starfseminnar og við viljum veita sem flestum að-
gang að töfrum leikhússins.
Tvisvar á vetri bjóðum við grunnskólabörnum
að koma í heimsókn í leikhúsið - um þrjú þúsund
börn heimsækja okkur í hvort skipti - og allan vet-
urinn, og raunar allan ársins hring, tökum við þeim
opnum örmum sem vilja kynnast starfsemi hússins
betur; fá upplýsingar um ákveðin verk, kynningu á
höfundum eða öðrum listamönnum hússins fýrir
sýningu, umræður eftir sýningu, heimsóknir frá
okkur á fundi eða kynningar, eða hvað það nú er
sem fólki dettur í hug.“