Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 84

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 84
SILKIFYRIRTÆKIIBRETLANDI Selur stórsljömu Ragnhildur Pálsdóttir, Ragna Erwin, var hlaupa- drotting heima á Islandi og Islandsmeistari. A fimmtán árum hefur hún byggt upp lítið alpjóðlegt fyrirtæki í London sem heitir einfaldlega Chase- Erwin og er leiðandi á sviði hágæða silkiefna. Texti og myndir: Sigrún Davíðsdóttir W Iyfirlætislausri en nútímalegri múrsteinsbyggingu í Suður- London stýrir Ragna Erwin alþjóðlegu fyrirtæki með tíu starfsmönnum. Ragna hefur byggt fyrirtækið upp hægt og bítandi frá þvi að hún hófst handa 1987, en það var ekkert í fyrri reynslu sem benti endilega í áttina að heillandi heimi silkivefn- aðar. Ragna mátti varla vera að því að stunda menntaskóla því á þeim árum var hún hlaupadrottning og Islandsmeistari. A lagernum eru silkiefni í hundraðatali, valin og hönnuð af Rögnu, sem á fimmtán árum hefur byggt upp Chase-Erwin og gert að leiðandi fyrirtæki á sviði hágæða silkiefna. Þau eru eftír- sótt af innanhússhönnuðum sem fylgjast með tískusveiflum og hanna innanstokksmuni fyrir lúxushótel og einstaklinga, sem sækjast eftír að hafa silki í hólf og gólf, auk þess sem leikmynda- hönnuðir nýta efnin einnig í sviðsmyndir og búninga. „Við erum víða í bakgrunninum,“ segir Ragna með bros á vör þegar talinu víkur að tímaritsviðtali í þekktu tímariti við innanhússhönnuð, viðskiptavin Rögnu, sem hefur meðal annars hannað fyrir stjörnur eins og Madonnu. A myndunum með greininni flæða efnin frá Rögnu um myndirnar, þó nafnið Chase-Erwin komi hvergi fram. Eftir stúdentsprófið fór Ragna í fjölmiðlanám tíl Bandaríkjanna, þar sem hún lagði fyrir sig sjónvarpsfrétta- mennsku. En hún var lika flugfreyja og þannig lenti hún í Bahrain, þar sem hún bjó í fjögur ár og vann þá meðal annars á auglýsingastofu. Þar kynntíst hún líka manninum sínum, Austin Erwin, sem starfaði hjá bandarískum banka. Heillaðist af Silki í Tælandi Þegar Austín bauðst starf í London slógu þau til, en þá var Ragna lika ákveðin í að nýta sér reynslu sína í markaðsmálum og byggja upp eigið fyrirtæki. í fríi í Tælandi heillaðist hún af silkiefnum og komst í kynni við fram- leiðanda sem henni leist vel á. Eftír þriggja vikna námskeið þar í öllu sem viðkemur silki og með tvær litlar möppur með prufum byrjaði hún að kynna efnin í London, auk þess sem hún stofnaði fyrirtækið Vef að Hagaflöt 2 í Garðabæ með föður sínum, Páli Pálssyni. Islenska fýrirtækið sérhæfir sig í innréttingu hótela og hefur tekið að sér verkefnastjórn á því sviði. Það spannar }Ær að sjá um allt val innanstokksmuna, allt frá gólfteppum til ljósapera og einstakra vörutegunda. ,Ætli við höfum ekki komið nálægt innréttingum í 70 prósent allra hótela á Islandi síðan við tókum til starfa,“ segir Ragna. Fleiri stór verkefni eru í gangi eins og stendur. Langt og farsælt samstarf feðginanna bendir til að það fari vel á með þeim og Ragna tekur undir það. Þó reksturinn á íslandi sé ekki lengur fynrferðamikill hluti af rekstri Chase-Erwin þá gaf reynslan og velgengnin þar Rögnu dýrmæta reynslu, sem hefur nýst henni vel. „Varðandi Vef er kosturinn við að vera í London sá að ég get verið með nefið ofan í öllum nýjungum og fylgst með, sem hefur sitt að segja gagnvart viðskiptavinum á íslandi." Með börnin á fundi Þó fagmennskan sitji í týrirrúmi segist hún gjarnan vilja blanda saman viðskiptum og fjölskyldusamveru. Hún á þrjú börn og segist njóta þess að einhverjir fjölskyldumeð- limir séu með á ferðalögunum, sem óhjákvæmilega fylgja umsvif- unum. „Ég hef ekki hikað við að taka börnin með mér á viðskipta- fundi,“ segir hún, „þó að heimurinn í kringum innanhússhönnun sé annars oft ögn stífur og formlegur. Ég og mitt starfsfólk höfum hins vegar lagt okkur fram við að koma eins fram við afla og gera allt sem við getum til að veita sem besta þjónustu." Það hefur greinilega vakið athygli, þvi þegar lokið var við að innrétta Dorchester-hótelið í London nýlega, þar sem um sjö þúsund metrar af silki frá Chase-Erwin voru notaðir í nýtt útlit hótelsins, bauð hótelið tveimur starfsstúlkum Rögnu í mat með hönnuð- inum til að þakka fyrir gott samstarf. Góð og persónuleg þjónusta er lykilorð Rögnu. Viðskipta- vinirnir eru kröfuharðir og það dugir ekkert annað en fyllsta nákvæmni, til dæmis í fltum. Það er aðeins á íslandi að hægt er að kaupa silkiefnin í smásölu. Annars staðar er aðeins selt beint til hönnuða. Það var fyrst í vor að fyrirtækið auglýsti i alþjóðlegu tímariti. Hingað til hefur viðskiptavina verið aflað með því að vera á sýningum, en þátttaka þar er mikilvægur liður í kynn- ingarstarfseminni. í London rekur Chase-Erwin sýningarsvæði í Chelsea Harbour Design Centre, sem er eina sýningarmið- stöðin fyrir innanhússhönnuði í Evrópu. Þarna koma þá hönn- uðir til að leita eftir efnum og hugmyndum. Markaðssetning í þessum geira er flókið mál sem þarf að sinna af þekkingu á markaðnum og skilningi á sérstökum aðstæðum þar. „Markaðssetningin gengur ekki bara út á að ná í fleiri viðskiptavini,“ segir Ragna. „Okkar viðskiptavinir vilja gjarnan geta boðið upp á eitthvað sérstakt, svo þess vegna verðum við að gæta okkar að stíga ekki á tærnar á góðum við- skiptavinum með því að dreifa okkur um of. Við reynum frekar að fá meiri viðskipti frá færri viðskiptavinum en að selja sem allra víðast. Þess vegna höfum við ekki auglýst fyrr en núna.“ Aðgætni hefur frá upphafi verið leiðarljós Rögnu og þar hefur hún notíð góðs stuðnings frá Austin. „Ég hafði enga reynslu af bókhaldi og öðru og þar hefur hann hjálpað mér vel, en lika í því Sjö þúsund metrar af silki frá Chase-Erwin voru notaðir í nýtt útlit Dorchester-hótelsins í London. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.