Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 98

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 98
LÍFEYRISSPARIMAÐUR Bjarney Sigurðardóttir, fulltrúi Séreignarsjóðs Framsýnar. Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Framsýn varð til við samruna sex eldri lífeyrissjóða. Séreignarsjóður Framsýnar var stofnaður árið 1999 og er öllum frjálst að greiða í Séreignarsjóð Framsýnar. Kláraðu málið! Fylltu út umsóknina á síðunni hér til hliðar. Eftír ísak Örn Sigurðsson Lífeyrissjóðurinn Framsýn hóf starfsemi sína 1. janúar 1996 við samruna sex eldri lífeyrissjóða. Við samruna þessara sjóða varð til einn stærsti lifeyrissjóður landsins. Nú í lok árs 2002 er heildareign sjóðsins um 54 milljarðar og yfir 135.000 sjóðfélagar þar með geymd réttindi,“ segir Bjarney Sigurðar- dóttir, fulltrúi Séreignarsjóðs Framsýnar. „Hlutverk sjóðsins (samtryggingardeildar) er að tryggja sjóðfélögunum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum sam- þykkta hans. Þetta er gert með eftirfarandi hætti: Ellilífeyrir Hver og einn sjóðfélagi getur valið um að hetja töku ellilífeyris frá 65 til 70 ára aldurs. Lifeyrisréttindi eru miðuð við 67 ára aldur og kemur síðan hækkun eða lækkun ef lifeyrir er tekinn fyrir eða eftir þann tíma. Sé lífeyrir tekinn fyrir 67 ára aldur kemur 0,65% lækkun fyrir hvern þann mánuð sem töku hans er flýtt en ef töku lífeyris er frestað fram yfir 67 ára aldur kemur 0,8% hækkun fyrir hvern þann mánuð sem töku lífeyris er frestað. Nú fá um 6.000 sjóðfélagar greiðslu ellilífeyris úr sjóðnum. Örorkulífeyrir Sjóðfélagi, sem ekki er orðinn 67 ára gamall og greitt hefur til lífeyrissjóðs í a.m.k. 24 mánuði og verður fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira, á rétt á örorkulífeyris- greiðslum úr sjóðnum í samræmi við áunnin rétt fram að orku- tapi. Til viðbótar hinum áunna rétti getur sjóðfélagi átt rétt til við- bótarréttinda vegna þeirra ára sem hann vantar á 67 ára aldur. Makalífeyrir og barnalífeyrir Greiðist tíl eftírlifandi maka og barna sjóðfélaga samkvæmt reglum sjóðsins. Séreignarsjóður Framsýnar Séreignarsjóður Framsýnar var stofnaður í ársbyrjun 1999. Sjóðurinn skiptist í tvær ávöxtunarleiðir, Framtíðarsýn 1 og Framtíðarsýn 2 en þessi tvö verðbréfasöfn eru sett upp með mismunandi þarfir sjóðfélaga í huga. Framtíðarsýn 1 er byggð upp með 65% safnsins í skulda- bréfum og 35% í hlutabréfum en Famtíðarsýn 2 er byggð upp með 80% í skuldabréfum og 20% í hlutabréfum. Framtíðarsýn 1 hentar betur þeim sem yngri eru en leið 2 er varfærnari og hentar því betur eldri hópnum og þeim sem eiga styttri tíma eftir á vinnumarkaði, en þá fer stöðugleikinn í ávöxtun að skipta meira máli. Séreignarsjóður Framsýnar er góður kostur Séreignarsjóður Framsýnar hefur traustan bakhjarl sem er Lífeyrissjóðurinn Framsýn. Fjárfestingastefna séreignarsjóðsins er mjög var- færnisleg og ekki áhættusækin. Séreignarsjóðurinn hefur skilað góðri ávöxtun frá upphafi og er raunávöxtun deildanna frá 1. jan. 1999- 30. nóv. 2002, 7,5% í Framtíðarsýn 1 og 14,3 % í Framtíðarsýn 2. ítarleg yfirlit eru send til sjóðfélaga tvisvar á ári þar sem sundurliðuð eru framlög sjóðfélagans og framlög atvinnurek- andans og einnig sýnir yfirlitið hver ávöxtunin var á tímabil- inu. Hjá Séreignarsjóði Framsýnar er viðbótarlífeyrissparn- aður í vanskilum innheimtur í samstarfi við lögmenn sjóðs- ins, samhliða öðrum lífeyrissjóðsiðgjöldum. Helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar Yiðbótarlífeyris- sparnaður er langhagstæðasta sparnaðarform sem völ er á í dag vegna mótframlaga launagreiðenda og ríkis. Samkvæmt kjarasamningum flestra stéttarfélaga greiða launagreiðendur í dag 1% mótframlag í séreignarsjóð fyrir þá sem ekki eru með samning um viðbótarlífeyrissparnað og greiða því ekkert sjálfir. Þeir hins vegar sem hafa gert samning og greiða sjálfir 2- 4% í viðbótarlífeyri fá mun hærri mótframlög en þá greiðir launagreiðandinn framlag sem nemur 2% af heildarlaunum og jafnframt greiðir ríkið mótframlag sem nemur 10% af fram- lagi launþegans. Mótframlögin geta þannig numið allt að 2,4% á móti 4% framlagi sjóðfélagans. Olíkt hefðbundnum sparnaði er hvorki greiddur eigna- ijármagnstekju- né erfðaskattur af viðbótarlífeyrissparnaði og tekjuskattsgreiðslum er frestað þar til við útborgun sem leiðir til betri nýtingar persónuafsláttar. Hægt er að hefja töku viðbótarlífeyris fyrr en töku ellilíf- eyris eða við 60 ára aldurinn og getur það gert fólki kleift að minnka við sig eða hætta störfum á vinnumarkaði fyrr en ella og njóta eftirlaunaáranna betur. Viðbótarlífeyrissparnaður erfist við fráfall og einnig er hægt að fá sparnaðinn greiddan út samkvæmt reglum sjóðs- ins, ef launþegi verður fyrir varanlegri örorku. Af framansögðu er ljóst að hér er um að ræða langhag- kvæmasta og þægilegasta sparnaðarformið í dag! Kannanir sína að 60% af launþegum eru komnir í þennan sparnað. Átt þú eftir að gera samning? Er ekki tími til kominn að vera með og greiða í viðbótarlífeyrissparnað?" segir Bjarney. B!i 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.