Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 100
Gísli Jafetsson, markaðsstjóri sparisjóðanna.
Sparisjóðurinn býður nokkrar leiðir
til ávöxtunar viðbótarlífeyrissparnaðar:
Lífsval I er sérstakur lífeyrisreikningur í Sparisjóðnum.
Reikningurinn ber nú hæstu verðtryggðu vexti sem Spari-
sjóðurinn býður upp á eða 6,60%. Þessi reikningur hentar vel
varfærnum spariijáreigendum sem leggja mikla áherslu á
öryggi. Lífeyrissreikningur Sparisjóðins hefur borið einna
hæstu vexti sambærilegra reikninga frá upphafi. Hægt er að
fylgjast með innborgunum á reikninginn í Heimabanka Spari-
sjóðsins.
Lífsval II er ávaxtað í séreignardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Fjárfestingarstefnan er byggð á langtímamarkmiðum og því er
hluti af eignum sjóðsins í hlutabréfum og erlendum verð-
bréfum. Fjárfestingar eru innan þeirra marka sem sett eru í
lögum um starfsemi lífeyrissjóða.
Lífsval III er ávaxtað í séreignarsjóði Kaupþings. Líkt og í
Lífsvali II er hægt að velja að fylgja sérstakri ævileið, en þá flyst
sparnaðurinn milli leiða eftir aldri.
Lífeyrissparnaður er sparnaður sem ætlaður er til að nota
eftir að starfsævinni lýkur. Með hækkandi meðalaldri, bættri
heilsu og styttri starfsævi er ljóst að ijárhagur á eftirlauna-
árunum skiptir fólk sífellt meira máli. Á þessu æviskeiði hefur
fólk loks tíma til að láta verða af ýmsu sem það hefur dreymt
Lífeyrissparnaður Sparisjóðsins
I niðurstöðum könnunar, sem birt var fyrir
nokkrum vikum, kom fram að fjölmargir laun-
pegar eiga eftir að ganga frá samningi um sinn
viðbótarlífeyrissparnað.
Eftir Isak Örn Sigurðsson
W
Iniðurstöðum könnunar, sem birt var fyrir nokkrum vikum,
kom fram að ijölmargir launþegar eiga eftir að ganga frá
samningi um sinn viðbótarlífeyrissparnað. Flestir telja þessi
mál í góðu lagi en hafa ekki gert sér grein fyrir að enn má auka
við sparnaðinn, því að nú geta launþegar lagt allt að 4% af
tekjum fyrir skatta í séreignarlífeyrissparnað," segir Gísli
Jafetsson, markaðsstjóri sparisjóðanna.
„Mörgum kann að þykja þessi mál flókin og hafa þess vegna
ekki gengið frá sínum málum, enn aðrir og þá yngra fólk ætlar
að huga að þessum málum síðar. Því þykir e.t.v. of snemmt að
huga að lífeyrismálum sínum skömmu eftir að námi lýkur og
það rétt komið á vinnumarkaðinn. Fólk hugsar með sér: Það er
langt í að ég þurfi á lífeyri að halda, ég get alltaf byrjað - og er
það rétt. En með þennan sparnað eins og annan gildir, að því
fyrr sem þú byrjar eftir því verður höfuðstóllinn hærri.
Þjónustufulltrúar í Sparisjóðnum finna út þá leið sem hent-
ar hverjum og einum.
Það er staðreynd að viðbótarlífeyrissparnaður er ein besta
og ódýrasta leiðin til að búa í haginn fyrir framtíð Jjölskyld-
unnar. Slíkur sparnaður erfist, auk þess að vera gott bakland ef
áföll eins og örorka dynja yfir,“ segir Gísli.
um alla ævi. Ferðalög, áhugamál og námskeið af ýmsu tagi eru
allt möguleikar sem heilla. Langtímasparnaður gerir einstak-
lingum kleift að eiga áhyggjulaus efri ár og getur gert eftir-
launaárin að afar ánægjulegum tíma.
2,2%, 4,4% eða meira? Eins og flestir vita geta einstaklingar
nú lagt allt að 4% af tekjum fyrir skatta í séreignarlífeyris-
sparnað. Mótframlag frá ríki í formi lækkunar tryggingagjalds
er að lágmarki 1/10 af viðbótarframlagi launþega. Heildar-
framlag einstaklings í séreignarlífeyrissjóði nemur þá alls 4,4%
af launum. Jafnframt hafa nokkur stéttarfélög þegar samið um
sérstakt mótframlag frá launagreiðanda. Rétt er að taka fram
að sparnaður hækkar ekki sjálfkrafa úr 2% í 4% hjá þeim laun-
þegum sem þegar hafa gert samning um 2% viðbótarlífeyris-
sparnað. Það eina sem launþegi þarf að gera til að hækka
sparnaðarfjárhæðina er að skrifa undir nýjan samning og
launagreiðandi og Sparisjóðurinn sjá um restina.
Af hverju viðbótarlífeyrissparnaður? Hver er þinn ávinningur
að velja Lífsval - Lífeyrissparnað Sparisjóðsins?
Þinn hagnaður Þú hlýtur vaxtaávinning með því að leggja
fyrir í lífeyrissparnað. Þegar árin færast yfir getur alltaf eitthvað
óvænt komið upp á og því er nauðsynlegt að eiga varasjóð til að
grípa í. Þannig eykur þú öryggi þitt og þægindi á efri árum. Þú
nýtur þess að hafa meira ráðstöfunarfé í framtíðinni.
Lífeyrissparnaður er fjölskyldumál Reiknaðu út þinn sparnað
á www.spar.is getur þú reiknað út mögulegan lífeyrissparnað
miðað við þínar forsendur. tíl
100