Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 102
IVINUMFJOLLUN SIGMARS B.
Vín er vinsæl
Vín er ein vinsælasta jólagjöfin í Bretlandi. Pylsur, paté, ostar oggæsalifur auk
/
léttvíns eru vinsælar jólagjafir í Frakklandi, á Italíu og í Þýskalandi, enda, hvað
á ab gefa fiólki sem á svo að segja allt?
Eftír Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Hefur þú fengið trefil í jólagjöf með myndum
af bleikum filum, rakspíra með appelsínu-
lykt eða leslampa með rafhlöðu? í stuttu máli
eitthvert dót sem þú aldrei notar? Að gefa jólagjöf
af þessu tagi er eiginlega peningasóun. A hitt ber
að líta að það er ekki auðvelt að gefa
fólki jólagjafir sem á allt ef svo má
segja. Já, það er vandi að finna réttu
jólagjöfina. Vissulega stendur bókin
alltaf iyrir sínu, góð bók er gulli betri,
segir einhvers staðar. Hugmynd að
góðri jólagjöf er þó flaska af góðu
víni. Vín er einkar heppileg gjöf til
fólks á aldrinum 30 ára og upp úr, en
fólk á þessum aldri á orðið flesta hluti
og hefur mjög ákveðinn smekk.
Ódýrt en gott Vissulega eru til í verslunum
ATVR ljómandi vín á hagstæðu verði, ef hægt
er þá að tala um hagstætt verð á víni hér á Is-
landi. Hér er átt við vín sem tilvalið er að gefa í
jólagjöf íyrir þá sem hyggjast gefa gjöf sem
kosta á undir 2.000 krónum, nú eða fyrir þá
sem vilja gefa tvær eða þijár flöskur. Dæmi
um slíkt vin er Villa Mt. Edna Zinfandel á
1.790 krónur en þetta vin kemur frá Kali-
forníu. Þetta er einkar ljúffengt vín og þægi-
legt, bragðið er ferskt ávaxtabragð með eftir-
bragði af súkkulaði. Þetta er tilvalið vín fyrir þá sem ekki hafa
mikla þekkingu á víni. Annað heppilegt vin á góðu verði er ástr-
alska vínið Hardy’s Nottage Hill Cabernet Shiraz á 1.390 krónur.
Það er góð meðallyfting í þessu víni, þægilegt berja- og krydd-
bragð. Agæt vín með kalkúni og jafnvel rjúpum fyrir þá sem ekki
vilja of kröftugt vín. Af góðum hvitvínstegundum jafnast fátt á við
gottfranskt Chablis en Chablis frá Joseph Drouhin erugóð kaup.
Vínið heitir Domaine de Vaudon og kostar 1.360 krónur. Þetta er
þægilegt vín, rétt aðeins þurrt en með góðri fyllingu og af því er
ferskt ávaxtabragð þar sem mest ber á eplabragðinu.
Matur og vín Matur og vín eru vinsælar jólagjaf-
ir í Evrópu. Vín er ein vinsælasta jólagjöfin í Bret-
landi. Ymiss konar pylsur, paté, ostar og gæsalifur,
auk léttvins, eru vinsælar jólagjafir í Frakklandi, á
Italíu, í Þýskalandi og raunar víðar í Evrópu. I
þessu tilviki má því eiginlega tala um nytsamar jóla-
gjafir. Er það ekki einmitt málið að gefa nytsamar
jólagjafir? Vissulega er vín kannski ekki heppileg
gjöf fyrir þá sem lítinn eða engan áhuga hafa
á léttvíni en það hafa nú held ég flestir núorð-
ið. Ef gefa á vín í jólagjöf er það þumalfingurs-
regla að betra er að gefa eina flösku af góðu
víni fremur en tvær til þijár af ódýrari gerð-
inni.
Stóru llöfnin Fyrir þá sem vilja vera rausnarlegri í ár skal bent
á hallarvín frá Bordeaux. Þar er svo sannarlega hægt að mæla
með Chateau Pichon-Longueville-Baron á 6.820 krónur. Þetta
er glæsilegt vín, flókið og þokkafullt. Gott vín með ijúpunum á
næsta ári. Allgott vín, en töluvert ódýrara og ljómandi með
rjúpunum, er Gaja Sito Moresco á 2.480 krónur. Þetta er kröft-
ugt vín með jarðarbragði og ljúfu eftirbragði af kryddi,
svörtum pipar og jafnvel negul og koríander. Hvað varðar gott
hvítvfn förum við aftur til Frakklands og til Bourgogne. Clos
des Mouches á 4.890 krónur er án efa eitt yndislegasta
hvítvínið í Ríkinu í dag. Fyrir unnendur góðs víns er varla hægt
að hugsa sér betri jólagjöf. Ég myndi vilja kalla þetta góða vin
jólagjöfina í ár.
Baron
Pkilippe de
Rotksckild
Vign erons
du 5ieur
BAron’Arques
-1998-
VIN DE PAYS
DE LA HAUTE VALLÉE DE L’AUDE
MIS fN BOIfTEtLlE FAI BAROH'ABOUES, NÉGDCIANTS A GARDIE-AUBE-FRANCE-PRODUCE OF FRANCE
Baron’ Arques er þressað úr þrúgunum Merlot, Grenache, Cabernet
Sauvignon, Syrah, Cabernet Franc ogMalbec.
102