Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 13
Það var myndarlegur hópur sem tók þátt í heilsueflingarverkefninu „Hjólað í vinnuna" á vegum Medcare-Flögu, eða um helmingur starfsmanna í Reykjavík. Myndir: Medcare-Flaga Medcare-Flaga sigraði tarfsmenn Medcare-Flögu sigruðu í heilsueflingarverk- efninu „Hjólað í vinnuna" um miðjan ágúst. Um 40 fyrirtæki voru skráð til þátttöku. Um helmingur starfsmanna Medcare-Flögu í Reykja- vík tók þátt í keppninni og hjóluðu starfsmennirnir samtals tæpa 2.200 kílómetra. Þeir sem komu lengst að hjóluðu úr Grafarvogi og Hafnarfirði en Medcare-Flaga er til húsa í Vestur- hlíðinni í Reykjavík. „Það er mikill íþróttaáhugi hér innanhúss og til dæmis stór hópur sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Að meðaltali hjóla 15 starfsmenn í vinnuna á sumrin," segir Berglind Hallgríms- dóttir, starfsmaður Medcare-Flögu. HQ Skóflustunga að nýrri vörumiðstöð 250 starfsmenn Samskipa tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri vörumiðstöð við Kjalarvog. Mynd: Geir Ólafsson lls 250 starfsmenn Samskipa tóku fyrstu skóflustung- una að 25 þúsund fermetra vörumiðstöð Samskipa nú nýlega. Við sama tækifæri var tilkynnt sú ákvörðun að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins í þetta nýja húsnæði og verður því mestöll meginstarfsemi Samskipa innanlands undir einu þaki. Nýja byggingin verður á hafnarsvæði fyrir- tækisins við Kjalarvog. 133 12 erlend flugfélög fljúga til íslands □ mræðan um millilandaflugið gengur dags daglega út á flug Icelandair, Atlanta og Iceland Express og virðast menn sér almennt ekki meðvitaðir um að það eru miklu fleiri félög sem sinna millilandafluginu, bæði frakt- flugi og farþegaflugi. Alls eru það 14 erlend flugfélög sem fljúga til Islands, m.a. á vegum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Kötlu Travel. Við birtum hér lista yfir erlendu félögin. 111] Fischer Air spol Astraeus Ltd. Corse Air International Maersk Air European Aviation Air Charter Iberworld Airlines LTU International Airways Crossair Limited Company Tatra Air A.S. SATA-Air Acores Aero Lloyd Flugreisen GmbFI Azzurra Air S.RA. Condor Premiair Fjölmörg erlend flugfélög fljúga til Islands, t.d. á vegum ferðaskrifstofanna. 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.