Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 29
NÆRMYND BflLDUR GUDNflSON KA og þá ekki síst eftir að börnin tóku við boltanum en Baldur og kona hans, Arna Alfreðsdóttir meinatæknir, eiga þijú börn á aldrinum 3-15 ára. Átti Vídeóleigu Baldur hefur alla tíð verið ákaflega sjálf- stæður og viljað standa á eigin fótum. Hann fór snemma að heiman, sennilega um 16-17 ára aldur, leigði sér íbúð og vann mikið. Hann vann í Iðnaðarbankanum á Akureyri með skóla og fyrst eftir stúdentspróf og starfrækti um leið vídeóleigu í eitt ár ásamt Kristjáni Kristjánssyni, síðar deildarstjóra SIF í Frakk- landi. „Við vorum engir námshestar en útskrifuðumst með fínar einkunnir. Við höfðum í öðru að snúast en að liggja í skólabókunum. Við vorum farnir að reka fyrirtæki og unnum saman í Iðnaðarbankanum á daginn og í vídeóleigunni á kvöldin," segir Kristján. „Baldur fór síðan snemma að vinna fyrir Samskip og vann þar lengi. Ég held að hann hafi þroskast mjög hratt í starfi sínu hjá fyrirtækinu." Baldur starfaði hjá Samskipum trá 1987, bæði hérlendis og erlendis, en lét af störfúm árið 2000 er hann keypti Sjöfn hf. á Akureyri og gerðist framkvæmdastjóri þess. „Það hefur alla tíð verið rosalegur kraftur í honum og allt sem hann hefur snert hefur orðið að gulli. Hann er snillingur í að sjá tækifæri. Hann hefur þann hæfileika að sjá hvernig hægt er að skera niður kostnað og bæta reksturinn og svo er hann mjög drífandi. Þeir sem vinna með honum eru yfirleitt fljótt komnir á hans línu enda sést það á kraftinum í hópnum sem vinnur með honum. Það kemur ekki á óvart hve vel honum hefur gengið því að hann vann sig hratt upp hjá Samskipum þó að hann væri oft í erfiðum verkefnum. Hann tók við fyrirtækjum í erfiðleikum og endurskipulagði reksturinn. Og tókst yfirleitt vel til. Hann er sannfærandi og ekkert að skafa utan af hlutunum. Fólk, sem hittír hann, sér strax að hann ætlar sér að ná árangri. Það hefur einkennt hann alla tíð. Hann hefur klárað hlutína og snúið sér svo að næsta verkefnisegir Birkir. Horfir fram á wið Baldur er góður stjórnandi, krefjandi, kröfu- harður og sanngjarn, að mati Steingríms Péturssonar, meðeig- anda hans í Sjöfn hf. „Við eyðum öllum dögum saman, hann sem framkvæmdastjóri og ég sem aðstoðarframkvæmdastjóri og mér þykir gott að umgangast hann. Hann deilir og dreifir ábyrgð, skipuleggur verkefni fram í tímann og er iðulega búinn að sjá fyrir leik númer tvö, þijú og jafnvel tjögur. Hann horfir fram á veginn og reynir að sjá fyrir hlutína en er ekkert að hugsa um það sem liðið er. Hann er óhræddur við að viður- kenna mistök og læra af þeim.“ Þegar rætt er við fólk sem hefur kynnst Baldri í gegnum tíðina kemur í ljós að hann getur verið óþolinmóður, ósann- gjarn, fljótfær og úthaldslítíll. Hann getur átt til að vera óbil- gjarn gagnvart samstarfsaðilum og meðtjárfestum. Það hefur verið einkenni Baldurs sem stjórnanda að vilja móta menn til starfa sér við hlið. Hann hefur gjarnan ráðið tíl sín ungt og efnilegt fólk á aldrmum 25-30 ára. Baldur vinnur hratt og mikið og sem stjórnanda má ef til vill líkja honum við hérann í sögunni um hérann og skjaldbökuna því að hann vill að hlut- irnir séu gerðir vel og rösklega. Hann getur verið bráður í skapi, stokkið upp á nef sér ef honum þykir skorta á. Hann getur stundum æst sig hressilega og hafa sumir sagt að hann ættí að láta aðra sjá um starfsmannamálin. Ekki eru þó allir við- mælendur Fijálsrar verslunar sammála því. Sagt er að Baldur eigi auðvelt með að vinna úr skapi sínu og koma til móts við fólk. Hann er óragur við að taka á viðkvæmum málum en getur átt það til að ganga of hratt og langt. Baldur þykir stundum öfgafullur í viðhorfum eins og hann sjái bara svart og hvítt og sagt er að stundum eigi hann erfitt með að hlusta á rök. S3 Baldur Guðnason Fjolskylda Kvæntur Örnu Alfreðsdóttur, meinatækni og fv. starfsmanni íslenskrar erfða- greiningar. Þau eiga þrjú börn, Hörpu 15 ára, Frey 9 ára og Berglindi 3 ára. Foreldrar Guðni Örn Jónsson, múrarameistari á Akureyri - hann er látínn - og Rannveig Baldursdóttir, hárgreiðslukona. Baldur á þijú systkini. Menntun Stúdentspróf frá VMA1986. MBA í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2002. Ýmis námskeið bæði heima og erlendis. Ferill Framkvæmdastjóri Sjafnar hf. frá 2003, stjórnarformaður og eða stjórnarseta í ýmsum dóttur- og hlutdeildarfélögum ásamt stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum. Starfandi stjórnarformaður Hörpu Sjafiiar hf. 2001-2002, framkvæmdastjóri Mjallar 2001 og framkvæmdastjóri og aðaleigandi Sjafnar hf. á Akureyri frá 2000. 1987- 2000 starfsmaður Samskipa heima og erlendis. 1984-1986 starfsmaður Iðnaðar- bankans á Akureyri. Áhugamál Útivist, veiðar, golf og skíði. Fæddur 22. janúar 1966. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.