Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Síða 38

Frjáls verslun - 01.07.2003, Síða 38
Móttaka Hönnunar hf. er með léttu yfirbragði. Mynd: Geir Ólafsson Hönnun hf. er eitt elsta og öflugasta tækniþekkingar- fyrirtæki landsins, en það er 40 ára um þessar mundir, stofnað árið 1963. Starfsemi Hönnunar hf. er viðamikil og nær yfir flest það er lýtur að ráð- gjöf við húsbyggingar, samgöngur og samgöngumannvirki, stofnlagnir og veitur, orkuver og orkuflutning, stóriðjuver, vélbúnað og iðnaðarferli, jarð- fræði- og byggingarannsóknir, umhverfismál, byggingastjórn og eftirlit og stjórnunarráðgjöf. „Þjónusta okkar nær yfir mjög breitt svið," segir Eyjólfur Árni Rafns- son, framkvæmdastjóri Hönnunar hf. „Meginflokkarnir eru taldir hér að ofan og eru viðskiptavinir okkar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og rík- isstofnanir víða um land. Meðal annars höfum við átt gott samstarf við opinbera aðila varðandi vega- og gatnahönnun, brúarhönnun og hönnun hafnarmannvirkja og svo aðila í atvinnulífinu vegna margvíslegra verkefna, t.d. við stærsta atvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn. Hin síðustu ár hafa verkefni í umhverfismálum, eins og mat á umhverfisáhrifum, verið vaxandi þáttur hjá fyrirtækinu og má segja að við höfum á einn eða annan veg komið að öllum stærri umhverfismálum hér á landi undanfarin ár.“ 40 ára afmæli á þessu ári Hönnun hf. hefur starfað í 40 ár eins og áður sagði og allan þann tíma hefur fyrirtækið vaxið og aukið við starfsemina jafnt og þétt. Starfsmenn eru rúmlega 120 og flestir þeirra háskólamenntaðir, m.a. byggingarverkfræðingar, tæknifræðingar, vélaverkfræðingar, tæknifræðingar, jarðfræðingar, jarðverkfræðingar, líffræðingar, landfræðingar, stjórnmálafræðingar, rekstrarfræðingar, kerfis- fræðingar og umhverfisverkfræðingar svo að eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt og gott mannval gerir það að verkum að fyrirtækið getur tekist á við hvers konar verkefni og hefur til þess hæft fólk. Stærstu verkefnin „Starfsmenn okkar hafa á liðnum árum komið að ráðgjöf vegna bygg- ingar landsþekktra mannvirkja. M.a. er um að ræða hönnun bygg- inganna, byggingastjórn eða framkvæmda- og kostnaðareftirlit. Starfsmenn okkar hafa komið að byggingum eins og höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Smáralind í Kópavogi, Norðurál í Hvalfirði, Síldarvinnslan í Neskaupstað, brú yfir Jökulsá á Brú, verslunarhús BYKO á Breiddinni, Nýheimar á Hornafirði, hjúkrunarheimilið við Sóltún, Hótel Selfoss, Bláa lónið, Grafarvogskirkja, Vatnsfellsvirkjun, Kárahnjúkavirkjun, smávirkjun í Tasiilaq á Grænlandi, fráveitumál í Mosfellsbæ, ýmis þjónusta við SR-Mjöl, undirbúningur álvers í Reyðarfirði, Hvalfjarðargöng, forhönnun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkur, stækkun Straumsvíkurhafnar og jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Er þá aðeins fátt eitt upp talið," segir Eyjólfur Árni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.