Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 45

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 45
BRÉF TIL BLAÐSINS röng enda er hún hvorki reist á lykilstað- reyndum málsins né gildandi lögum um verkefni og ábyrgð endurskoðenda. Tilefni Skrifa untíirritaðs Tilefni þessara skrifa undirritaðs nú er að í nefiidri grein, Kusk á hvítflibba, er enn vitnað í grein Stef- áns sem heimildargagns um málsatvik í því máli. Annmarka á þeirri umhöllun Stef- áns eða andsvara við henni er ekki getið. Hér á eftir verður reynt að bæta úr þessu, draga fram lykilatriði málsins, for- sendur dóms Hæstaréttar og síðan hvaða lærdóm stjórnendur hlutafélaga og endurskoðendur reikninga þeirra geta dregið af þessum dómi Hæstaréttar. Nathan & Olsen hf. (N&O) er eitt af elstu fyrirtækjum á sínu sviði hér á landi, stolhað í Reykjavík árið 1912. Það er og hefur verið vel rekið, það er með traustan ijárhag og nýtur virðingar í sínu við- skiptaumhverfi. Samkvæmt lögum um hlutafélög fer félagsstjórn með mál- efni hlutafélags og skal annast um að skipulag þess og starf- semi sé jafnan í réttu og góðu horfi og nægilegt eftírlit sé haft með bókhaldi og meðferð tjármuna félagsins. Samkvæmt hluta- félagalögum annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur félags og fer í þeim efnum eftír þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Eitt verkefna framkvæmdastjóra er að sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna þess sé með tryggilegum hættí. Endurskoðendur í vinnu fyrir stjórnir féiaga Það verkefni stjórnar N&O að annast um að nægilegt eftirlit væri með bókhaldi félagsins og meðferð tjármuna þess auk endur- Hvaða lærdóm er hægt að draga? Sá lærdómursem stjórnendurfyrirtækja og endurskoðendur geta dregið afþessum dómi Hæstaréttar er að: Endurskoðunarstarf hins kjörna löggilta endurskoðanda félags er unnið í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess og stjórnar. 2 Endurskoðandinn ber ábyrgð á því að það starf sé unnið í samræmi við lög og reglur um það verkefni. 3 Endurskoðandinn verður að koma athugasemdum sínum og ábendingum á framfæri við stjórn félags. 4 Innra eftírlit verður að vera til í fyrirtækjum, það verður að vera virkt og sjálfstætt. 5 Ef kjörinn endurskoðandi fyrirtækis tekur að sér önnur verkethi fyrir fyrirtækið en endurskoðun reikninga þess er nauðsynlegt að greina þau verkefni með skýrum hættí frá endurskoðunarverkefni endurskoðandans. 6 Endurskoðandi hlutafélags er skyldur að bæta hluta- félagi það tjón sem hann hefur valdið félaginu í störfum sínum samkvæmt ákvæðum 134. greinar hlutafélagalaga. skoðunar reikninga fyrirtækis- ins var framkvæmt með því að kjósa og ráða fyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC) og starfsmann þess, Gunnar Sigurðsson, löggiltan endurskoðanda, til þeirra starfa. Það samningssamband hófst reyndar með samn- ingum við forvera PwC á fyrri helmingi síðustu aldar. Það félag ásamt starfsmönnum sínum er eitt af virtustu endurskoðunarfyrirtækjum landsins. Enda þótt PwC hafi upp- haflega verið endurskoðunarfyrirtæki hefúr það, á hliðstæðan hátt og mörg önnur endurskoðunarfyrirtæki á seinni árum, fært út kvíarnar og selur margháttaða ráðgjafaþjónustu auk endurskoðunarstarfanna, svo sem skipulagningu á innra eftir- liti fyrirtækja, ráðgjöf um áhættustýringu, aðstoð við reikningsskil, tjármálaráðgöf, sértækar kannanir, vottanir o.fl. Hið langa og trausta viðskiptasamband fyrirtækjanna hafði leitt til þess að N&O fól sérfræðingum PwC ýmis önnur verk- efni en endurskoðun reikninga félagsins. Meðal þeirra verk- efna var einmitt skipulagning innra eftirlits fyrirtækisins og eftírlit með virkni þess eftirlits á hveijum tíma. Fjárúrátturinn hjá Nathan & Olsen Atvik fjárdráttarmáls þess sem umræddur dómur flallar um voru í stuttu máli þau að á árunum 1992 til 1996 dró starfsmaður N&O sér fé úr sjóðum félagsins að ijárhæð samtals liðlega 32 mkr. Innheimtu- aðgerðir báru ekki annan árangur en þann að starfsmaðurinn greiddi sem næst 7 mkr. og eftir gjaldþrot starfsmannsins stóðu óbættar 25,5 mkr. Aðferð sú sem starfsmaðurinn notaði við að koma fjárdrætt- inum fyrir í bókhaldi fyrirtækisins var sérstæð miðað við Jjár- dráttarmál almennt. Þannig var fjárdregnum upphæðum komið fyrir í fáeinum liðum efnahagsreiknings í bókhaldi fyrirtækisins en þær færslur komu ekki fram í rekstrarreikningi þess. Árlegur tjárdráttur starfsmannsins varð þannig (síhækk- andi) hluti eigna félagsins í hinum endurskoðuðu árs- reikningum þess, efnahagsreikningum, á fj árd ráttar ti rn ab i 1 i n u. Fjárdrættí er oftast leynt með fölsunum á rekstrarliðum reikninga félaga. Þá kemur hann ekki fram í ársreikningi næsta árs á eftír fjárdráttarári, safnast ekki upp sem eignaliður í efha- hagsreikningi félags, ef ijárdráttartímabil nær yfir íleiri ár. Gagnvart starfsmönnum PwC, sem höfðu bæði það hlutverk að ganga frá endanlegri gerð ársreikningsins og endurskoða hann, „leyndi" starfsmaðurinn ijárdrætti sínum ýmist með þvi að afhenda þeim falsaðar afstemmingar og hins vegar ein- faldlega með því að láta undir höfuð leggjast að láta þá hafa afstemmingar eða upplýsingar yfir þá bókhaldslykla sem þeir kölluðu eftír frá honum. Starfsmenn PwC hönnuðu ekki fylgiskjöl Starfsmenn PwC könnuðu ekki fylgiskjöl bókhaldsins, stoðgögn eða annan í greininni „Kuská hvítflibba" var vitnað í umfjöllun Stefáns um dóm Hæsta- réttar yfir endur- skoðanda Nathans & Olsens. 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.