Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 48
Tekur þú óþarfa áhættu á ferðalögum erlendis?
Skelfiskur er varasamur
og ísmolar í drykknum
- Hættan getur leynst alls staðar og því er nauðsynlegt að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu!
ViSskiptamenn fara mikið utan og ferðast oft til landa þar sem
lifrarbólga er mjög algeng og skortur er á hreinlæti. Ekki þarf
nema einn smitaðan einstakling, sem t.d. uinnur í eldhúsinu á
fínu ueitingahúsi, til að smit sá komið í matinn. Það skiptir þuí miklu
að uerja sig með bólusetningu áður en lagt er af stað í ferðalagið.
Á ferðalögum erlendís er töluverð hætta á að smitast af ýmsum sjúkdómum,
sérstaklega í framandi og fjarlægum löndum, en meðal algengustu og alvarleg-
ustu sjúkdóma sem hægt er að smitast af á ferðum erlendis er lífrarbólga A og
B. Lifrarbólga A smitast með mat og drykk og lifrarbólga B smitast með blóð-
blöndun og líkamsvessum. Bóluefni hefur verið til um nokkurt skeið en þrátt fyr-
ir það hefur tíðni nýsmitaðra ekki minnkað á Vesturlöndum á síðustu árum. Þetta
má að einhverju leyti rekja til aukínna ferðalaga til landa þar sem útbreiðsla lifr-
arbólgu er mikil. Lifrarbólga A er algengasti sjúkdómurinn sem herjar á ferða-
langa á eftir niðurgangi og malaríu og eru fslendingar mjög næmir fyrir henni þvi
fæstir þeirra hafa náttúrulega vörn gegn þessari veiru. Lifrarbólga B er hins veg-
ar sá sjúkdómur sem aukist hefur hvað mest meðal evrópskra ferðamanna.
Lifrarbólga A er í flestum tilfellum ekki lífshættulegur sjúkdómur en hún leið-
ir til mikillar bólgu í lifur og getur það tekið sjúklinginn langan tíma, jafnvel hálft
til eitt ár, að ná fullri heilsu. Það skiptir því miklu að forðast smít. Hægt er að
láta bólusetja síg með Havrix gegn lifrarbólgu A fyrir ferðalagið á næstu heilsu-
gæslustöð. Eftir tvær bólusetningar er komin a.m.k. 20 ára vörn gegn lifrar-
bólgu A. Bólusetning gegn lifrarbólgu B þarf að gera einum mánuði fyrir brott-
för og eftir þrjár bólusetningar næst a.m.k. tíu ára vörn gegn henni. Einnig er
hægt að fá samsett bóluefni, Twinrix, sem veitir vörn gegn bæði lifrarbólgu A og
B. Bólusetningunum fylgir handhægt skírteini þannig að auðvelt er að sjá hvenær
á að koma í viðhaldsbólusetningar. Hættan á smiti eykst til mikilla muna ef
dvalist er meðal innfæddra, farið í safaríferðir, gönguferðir eða lestarferðir og
þegar dvalist er lengi f framandi landi. Það er því fyrir slík ferðalög sem mest
áríðandi er að láta bólusetja sig.
Flensulík einkenni
Lifrarbólga A er oftast tengd við fátæk ríki, lélegt hreinlæti og skort á hreinu
vatni. Helstu smitleiðir eru með vatni og saur. Lifrarbólguveiru A er að finna í
menguðu vatni, í ávöxtum og grænmeti sem hefur
verið skolað með menguðu vatni, ísmolum í drykkj-
um, ósoðnum eða snöggelduðum mat, eins og t.d.
skelfisk. Alls staðar þar sem hreinlæti er ábóta-
vant og hreint vatn kemst í snertingu við skólp er
hætta á smiti, t.d. á baðströndum sem liggja ná-
lægt frárennsli. Rétt er að taka fram að þeim til-
fellum fjölgar stöðugt þar sem ekki er fyllilega Ijóst
hvernig sjúkdómurinn hefur smítast, m.a. vegna
þess hve langur tími getur liðið frá þvi smitið á sér stað og sjúklingurinn veikist.
Einkenni sjúkdómsins koma ekki fram strax og því getur smitið borist áfram áður
en sjúkdómurinn uppgötvast. Útbreiðsla er mikil meðal barna sem síðan geta
smitað eldri systkini, foreldra og vini.
Meðgöngutími sýkingarinnar er um það bil einn mánuður. Einkennin verða
fyrst eins og um flensu sé að ræða. Sjúklingurínn fær hita, honum líður illa og
matarlystin minnkar. Eftir veikindi (um viku koma fram hefðbundin einkenni lifr-
arbólgu, þvagið verður dökkleitt, húðin gulleit, hvítan í augum gulnar og sjúkling-
urinn fær verki í kvið. Ekkí er til nein meðferð við lifrarbólgu A og getur það tek-
ið sjúklinginn marga mánuði að jafna sig og ná fullri heilsu.
Orsakar krabbamein
Lifrarbólga B smitast við blóðblöndun og kynmök. Meðgöngutíminn er 2-6 mán-
uðir og minna einkennin á flensu með hita, ógleði og uppköstum, líkt og gildir um
lifrarbólgu A. Þriðjungur smitaðra fær gulu. I Mið-Afríku og Suðaustur-Asíu, þar
sem útbreiðslan er mikil, telst þessi sjúkdómur til barnasjúkdóma því að þar
smitar móðir barn sitt í fæðingu eða á fyrstu æviárum þess.
Lifrarbólga B er mjög algeng í Suðaustur-Asíu þar sem um 20 prósent
mannfjöldans smitast á hverju ári og næstum allir hafa einhvern tímann sýkst af
sjúkdómnum. Talið er að alls hafi yfir 2000 milljónir manna sýkst af lifrarbólgu
B í heiminum í dag. Einn af hverjum tíu til tuttugu verða langvarandi smitberar
og geta smitað aðra með blóði og við kynmök. Börn veikjast sjaldan af þessum
sjúkdómi og það eru helst þau sem verða langvarandi smitberar. Um fjórðungur
langvarandi smitbera fá síðar á ævinni skorpulifur eða krabbamein I lifur og ger-
ir þetta lifrarbólgu B að einum helsta orsakavaldi krabbameins í heiminum, næst
á eftir reykingum.
Hættan á lifrarbólgu B er mest við kynmök án smokka, götun á húð, nál-
arstungur, húðflúr og meðferð á heilbrigðisstofnun þar sem notaðar eru vörur
sem innihalda blóð.
Tíðní lifrarbólgu á íslandi
I íslenskri rannsókn kemur fram að 49 einstaklingar hafa greinst með lifrarbólgu
A á árunum 1986-1989 og er talið að tæplega helmingur þeirra hafi smitast á
ferðalögum erlendis. Ekki er vitað hve algengur þessí sjúkdómur er hér á landi í
dag, en búast má við að þeir séu mun fleiri sem
smitist á ári hverju en var fyrir rúmlega áratug síð-
an. Þá verður að hafa í huga að sjúkdómurinn verð-
ur stöðugt algengari erlendis, ekki síst i löndum
þar sem hann hefur veríð tiltölulega fátíður, eins og
t.d. í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem
innflytjendur frá fátækum löndum eru margir. Á síð-
ustu árum hafa að meðaltalí verið greind 20-50 ný
tilfelli af lifrarbólgu B á ári hverju.BH
GlaxoSmithKline
Þverholti 14, Reykjavík., Sími: 530 3700 - Fax: 530 3701.
www.gsk.is - www.gsk.com - worldwidevaccines.com.
Netfang: hr271B8@gsk.com
48
KYNNING