Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 50
Hvað með þig? Velur þú meðvitað viðmót þitt og leggur þú þitt af mörkum til að hafa meira gaman og ná meiri árangri í vinn- unni og gera þannig þinn vinnustað að fyrirmyndarvinnustað? Breytingarferlið og lykilatriðin fjögur Eins og áður sagði kom að því að starfsfólk Pike Place ákvað að breyta ástandinu á vinnustaðnum og setti sér af því tilefni eitt markmið, að gera vinnustaðinn heimsfrægan!! Nú þegar þessu markmiði hefur verið náð og starfsfólkið er beðið um að segja frá því hvað það gerði til að ná því er það sammála um fjögur atriði sem skiptu öllu máli við það og þar með að hjálpa þeim að hafa meira gaman í vinnunni og ná betri árangri. Atriðin eru þessi: 1. Að velja viðmót sitt. 2. Hafa gaman og leika sér. 3. Gera daginn eftirminnilegan. 4. Að vera til staðar. Þessum atriðum beitir starfsfólkið á fiskmarkaðnum í sínum störfum en atriðin geta þó átt við í hvaða störfum sem eru. Verða hér nefnd nokkur dæmi. ..FISH-HUGMYNDAFRÆÐIN" Langarþig að hafa meira gaman í vinnunni og ná meiri árangri. Hér koma fjögur atriði sem þú getur tileinkað þér og hjálþa þér að settu markmiði. Erlendis eru þau þekkt sem „FISH-hugmyndafræðin“. Textí: Herdís Pála Pálsdóttir Myndir: Geir Ólafsson Langar þig að læra um þau fjögur atriði sem geta hjálpað þér að hafa meira gaman og ná meiri árangri í vinnunni? Þú hefur væntanlega heyrt um þau áður en nú er komið að því að setja þau í rétt samhengi og fara að tileinka sér þau!! Víða erlendis eru þessi atriði þekkt sem „FISH-hugmynda- fræðin" og er það vegna þess að þau voru sett fram af starfs- fólki Pike Place fiskmarkaðarins í Bandaríkjunum. Starfsfólk Pike Place tileinkaði sér einmitt þessi fjögur atriði og tókst þannig að breyta vinnustaðnum. Áður var þetta vinnustaður með háa starfsmannaveltu, litla starfsánægju, starfsfólk sem gerði eins lítið og það komst upp með og sýndi hvorki samstarfsfólki eða viðskiptavinum neinn sérstakan áhuga. Nú er þetta vinnustaður þar sem starfsmannavelta er nánast óþekkt, starfsánægja og þjónustustig er mjög hátt og það sem meira er, fólk flykkist að vinnustaðnum til að íylgjast með starfsfólkinu vinna vegna þess að það er svo gaman hjá því í vinnunni, meira að segja stoppa þar rútur með ferða- menn!! Ekki nóg með það, heldur eru ijölmörg þekkt alþjóða- fyrirtæki farin að innleiða hugmyndafræði Pike Place hjá sér, t.d. Southwest Airlines, Ford Motor Company, AT&T og fleiri. 1. Að velja viðmót sitt Það tók starfsfólk fiskmarkaðarins um það bil eitt ár að tileinka sér það að ákveða sjálft viðmótið sem það ætlar að sýna öðrum, hvort sem það er samstarfsfólk eða viðskiptavinir. Ef starfsfólk mætir í vinnuna í vondu skapi hefur það slæm áhrif á sam- starfsfólk og viðskiptavini, en með því að hafa stjórn á viðmóti sínu og leggja sig fram getur fólk haft góð áhrif á umhverfi sitt. Starfsfólk Tile Technology Roofing, sem vinnur við að setja þakskífur á þök húsa, er einnig orðið mjög meðvitað um þetta val. Stjórnendur og eigendur íyrirtækisins innleiddu þennan hugsunarhátt í upphafi, en þeir fóru að gera sér grein týrir mik- ilvægi mannauðsins og mannauðsstjórnunar þegar starfs- mannavelta hjá þeim var í hærra lagi og starfsfólkinu var meira umhugað um afköst en gæði. Sljórnendurnir vissu af Pike Place, enda í næsta nágrenni, og að þessir vinnustaðir áttu ýmis- legt sameiginlegt, til dæmis það að meginþorri starfsfólks eru ungir karlmenn að vinna störf sem fæstir aðrir vilja vinna. Þeir vissu að starfsfólk fiskmarkaðarins glímir við mörg vandamál en kýs að taka á þeim á jákvæðan hátt. Starfsfólk Tile Technology Roofing glímir við rigningu, vind og snjó, stundum er mjög kalt og stundum mjög heitt. Það ætti þó ekki að stjórna viðmóti og viðhorfi starfsfólksins. En þó að starfsmenn ættu auðvelt með að gera sér grein fyrir þessu einfalda atriði; að velja viðmót sitt, reyndist þeim erfiðara að fara eftir því á hveijum degi. En hægt og rólega tókst það þó. Þetta hefur líka haft þau áhrif að öll samskipti innan týrirtækisins, formleg eða óformleg, eru orðin afslappaðri og persónulegri. Þetta heíúr líka haft þau áhrif á viðskiptavinina að þeir eru nú ánægðari en áður og tím- inn sem tekur að innheimta reikninga er marktækt styttri. Höfundur greinarinnar er Herdís Pála Pálsdóttir, MBA í mann- auðsstjórnun. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.