Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 61
Þorgeir
Daníelsson,
eigandi
Vinnufata-
búðarinnar.
„Ég held að
það sé mjög
gott að vera
alltaf á sama
stað."
Vinnufatabúðin Melabúðin
62 ára 48 ára
Vinnufatabúðin er ein af gömlu traustu fataverslununum við
Laugaveginn sem allir landsmenn þekkja. Þórarinn Kjart-
ansson, afi núverandi eiganda, setti á stofn verslun með
vinnufatnað á Laugavegi 76 árið 1941 en áður hafði hann
rekið gúmmívinnustofu í húsinu. Afkomendur Þórarins hafa
síðan rekið verslunina. Daníel Þórarinsson, sonur hans, kom
inn í reksturinn og rak síðan búðina lengi vel ásamt móður
sinni og síðar sonum sínum tveimur. Þegar hann lést tók
annar þeirra, Þorgeir, við og þar starfar hann í dag ásamt
eiginkonu sinni, Hildi Símonardóttur, og fleiri starfsmönnum.
Vinnufatabúðin hefur nú þjónað landsmönnum í rúm 60 ár.
Vinnufatabúðin seldi grófan vinnufatnað fyrstu árin en
færði sig smám saman yfir í meiri „stælfatnað" og var með
þeim fyrstu hér á landi til að selja amerískar gallabuxur af
gerðinni Lee og Wrangler og hermannafatnað. I dag býður
verslunin upp á klassískan vinnufatnað fyrir herra, - kannski
ekki jakkaföt en sígildar gallabuxur, skyrtur, peysur, yfir-
hafnir af ýmsu tagi og ijölbreytilegan höfuð- og skófatnað.
Viðskiptavinahópurinn er stór og ekki er óalgengt að tveir til
þrír ættliðir komi saman til að kaupa sér fatnað.
„Við höfum verið heppin með vöruúrval og viðskipta-
vinirnir hafa komið til okkar og haldið tryggð við okkur. Við
höfum kappkostað númer 1, 2 og 3 að vera með góða vöru
og það skiptir miklu máli. Nýjar verslanir hafa ekki tekið
nein viðskipti af okkur og það segir sína sögu. Við erum
hérna á Laugaveginum og höfum ekkert verið að færa
okkur um set. Ég held að það sé mjög gott að vera alltaf á
sama stað. Okkur þykir mjög vænt um að vera á Lauga-
veginurn," segir Þorgeir. S3
Melabúðin þótti sannkallað „tækniundur“, stór og glæsi-
leg, þegar hún var opnuð árið 1955 enda var hún þá
stærsta kjöt- og nýlenduvöruverslunin í Reykjavík. Sigurður
Magnússon, fv. formaður íþróttasambands fatlaðra, byggði
húsnæðið og rak Melabúðina í 20 ár. Núverandi eigandi, Guð-
mundur Júlíusson, sem hafði rekið Kjörbúð Vesturbæjar, tók
við Melabúðinni 1979. Synir hans tveir, Friðrik Ármann og
Pétur Alan, starfa nú með honum við verslunina, Pétur hefur
verið við reksturinn í 15 ár og Friðrik, sem var framkvæmda-
stjóri verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar, er nýkominn til
starfa. Þriðji bróðirinn vinnur í markaðsdeild íslandsbanka.
Melabúðin hefur haldið sínu striki í áranna rás. Þegar
mjólkurbúðin sem var við hlið verslunarinnar var lögð niður
á sínum tíma var Melabúðin stækkuð sem því nam auk þess
sem byggt var við verslunina Hagamels megin. Melabúðin
Guðmundur Júlíusson ásamt sonum sínum, Pétri Alan og
Friðriki Ármanni, en þeir starfa með honum í Melabúðinni.
61