Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 76

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 76
iiiwh .r Kmi- ~ til að skipuleggja og undirbúa ráðstefnur ísland hentar vel sem ráðstefnuland Ráðstefnudeild Ferðaskrijstofu íslands leggur áherslu á trausta og persónulega þjónustu við viðskiptavini sína. Ihinu tölvuvædda nútímasamfélagi mætti halda að ekki væri lengur þörf á að halda ráðstefnur. Það er þó þannig að ekkert kemur í stað mannlegra sam- skipta. Þægilegt spjall í lok ráðstefnudags eða í frí- tíma á meðan á ráðstefnu stendur, er oft punkturinn yfir i-ið. Nauðsynlegt er að skipuleggja ráðstefnu vel frá upp- hafi. Með aðstoð fagfólks sem hefur áratuga reynslu í skipulagningu ráðstefna og funda ætti undirbúning- urinn að verða auðveldari. „Við erum með vel menntað starfsfólk sem veit hvað til þarf. Við leggjum áherslu á trausta og persónu- lega þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Helga Lára Guðmundsdóttir, deildarstjóri ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu Islands. „Island hentar vel til ráðstefnuhalds. Staðsetning landsins, ráðstefnuaðstaða, gisting ásamt aljireyingu sem í boði er hjálpar okkur við að selja landið okkar. Öryggi þátttakendanna á einnig mikinn þátt í vali ráð- stefnuhaldara. Flestar ráðstelhur eru haldnar á höfuð- borgarsvæðinu en við bendum viðskiptavinum okkar á að fleiri staðir á landinu komi til greina, ekki síst fyrir smærri fundi og ráðstefnur. Sumarið hefur verið aðal- tími ráðstefna en okkur hefur tekist að lengja þennan tíma í báða enda þannig að dreiiingin er orðin meiri. Veturinn á vaxandi fylgi að fagna enda orðið margt í boði til afþreyingar fyrir gesti. Margar ráðstefnur okkar eru norrænar og eða alþjóðlegar en við viljum benda löndum okkar á að mikilvægt er að vel sé haldið utan um ráðstefnur og fundi þar sem íslendingar einir eiga hlut að máli enda sú þjónusta mjög vaxandi í starf- semi okkar. Besta auglýsing okkar er sá hópur sem leitar til okkar aftur eftir vel heppnað samstarf." SD Helga Lára Guðmundsdóttir, ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands. 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.