Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 84

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 84
 Bokamerkin min Ingvi Jökull Logason, einn af eigendum auglýsinga- stofunnar Hér og nú, bendir á www.adforum.com þar sem finna má metnaðarfullar verðlaunaauglýs- ingar frá öllum heimshornum. Mynd: Geir Ólafsson Fyrir utan þessar hefðbundnu daglegu heima- síður, sem flestir Netverjar skoða reglulega, þá smelli ég mér á eftirtaldar síður til að fylgjast með eða til að nýta mér þjónustu," segir Ingvi Jökull Logason, einn af eigendum auglýsingastofunnar Hér og nú. AdfOrum.COm Allar nýjustu og áhugaverðustu aug- lýsingarnar sem framleiddar eru í dag. Metnaðar- fullar verðlaunaauglýsingar frá öllum heimshornum. Espn.COm Besta sportsíðan, skoða þó aðallega körfuna. Hef fylgst með NBA körfuboltanum frá því Bird og Magic leiddu baráttu austurstrandarinnar við vesturströndina. Hægt að fylgjast með leikjunum „live“ þegar maður vinnur fram eftir. Lakers hefur alltaf verið mitt lið. - Þeir taka titilinn í ár! Adweek.COm Ameríski og evrópski auglýsinga- heimurinn í hnotskurn. Straumar og stefnur ásamt því hveijir eru að gera hvað. Ahugaverðar greinar um rannsóknir á auglýsingum í öllum miðlum mark- aðssamskipta. Effie.is Samband íslenskra auglýsingastofa er að koma á fót nýrri auglýsingakeppni sem snýst um að verðlauna auglýsingar sem hafa sannanlega náð góð- um árangri á markaði. Effie-vefurinn geymir alla upp- lýsingar um keppnina og þátttöku í henni. Þetta er keppni sem allir alvöru markaðsmenn vilja ná langt í. Uwf.COm Fylgist með því sem er að gerast í skól- anum mínum. Sérstaklega auglýsinga- og almanna- tengsladeildinni sem er ein sú eftirtektarverðasta í Bandaríkjunum og margverðlaunuð. 33 84 FYRIRTÆKIN A NETINU www.sentKer.is ★★★ Léttur og ljós yfirlitum er hann vefurinn sem Sent þér auglýs- ingavörufyrirtækið heldur úti á Netinu, einfaldur, vel skipu- lagður og smekklegur og virð- ist virka ágætlega sem kynning á fyrirtækinu og vörum þess. Myndir eru margar og ekkert yfir þeim að klaga. Áforsíðunni birtist mynd sem er algjörlega ótengd efninu að öðru leyti. Sjálf- virknin sér til þess að þarna birtist ný mynd í hvert sinn sem komið er inn á síðuna. 33 ....... w — m mé sentþér 1 1(1 * f /»#: www.eykt.is ★ Verktakafyrirtækið Eykt er jz með ágætan vef sem kynnir fyrirtækið og helstu verkefni þess. Vefúrinn virkar þó ekkert ýkja spennandi og við skoðun kemur í ljós að það mætti að mörgu leyti móta hann betur. Forsíðan er tviskipt með lóð- réttri kynningu á fyrirtækinu til vinstri og fréttum til hægri. Útlitslega og efnislega kemur þetta ekki vel út. Eykt kynnir verkefni í vinnslu með myndum og texta og er það ágætt. Starfsmannalisti er á sínum stað, þó að ekki séu allir starfsmenn inni á vefnum, og hægt er að leita. Þessi vefur ber þess merki að Eykt er bara rétt að byrja. 33 www.velasalan.is ★★ Ekki er hann áhugavekjandi eða hressilegur vefurinn sem Vélasalan er með en þó virðist ágætur til síns brúks. Vefur- inn er lítur sæmilega út, ljós og settlegur, og inniheldur allt það nauðsynlegasta en galli er þó á gjöf Njarðar að þrír flipar virka ekki, þ.e. ekkert kemur upp þegar smellt er á vörulista, vörumerki eða þjónustu. Einnig er furðulegt og kannski galli að fyrirtæki í miklu samstarfi við Pól- verja og Norðmenn eftir því sem best verður séð skuli ekki bjóða upp á þjónustu á pólsku, norsku eða jafnvel ensku. 33 ★ Lélegur ★ ★ Sæmilegur ★★★ Góður ★★★★ Frábær Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@heimur.is

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.