Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 110
Fino, eins og Tio Pepe, passar vel meö ýmsum mat, t.d. reyktum laxi. Fino sérrí á ávallt að bera fram vel kælt.
Mynd: Geir Ólafsson
Öðruvísi vín með mat
Sérrí passar prýðisvel með ýmsum mat Þurrt sérrí er einhver besti fordrykkur
sem völ er á. Ekkert er betra með mygluostum en gott púrtvín. Kampavín passar
emstaklega vel með skelfiski ems og humri.
Texti: Sigmar B. Hauksson
jóðimar sem búa umhverfis Miðjarðarhafið hafa ýmsar
sameiginlegar lifsvenjur og siði. Meðal skemmtilegra
venja sem þessar þjóðir hafa sameiginlegar er að bera á
borð margs konar smárétti. Á Spáni kallast þessir réttir Tapas
sem kunnugt er. Á Ítalíu Anti Pasti og á Grikklandi Mexx. í
Norður-Afríku kallast þeir Kemia. Réttír þessir eru oft hafðir í
forrétt, sem kvöldsnarl eða í hádegismat. Fjölbreytni þessara
rétta er nánast óendanleg. Grænmetí er þó áberandi, skel-
fiskur, skinka og pylsur. Með þessum réttum er oft drukkið
ódýrt borðvín, bjór og jafnvel sterkari drykkir eins og sérrí.
Myndir: Geir Ólafsson
Sérrí Spánverjar drekka gjaman sérrí með tapas. Það er
nefnilega svo að sérrí passar prýðisvel með ýmsum mat. Þá er
þurrt sérrí einhver besti fordrykkur sem völ er á. Þá er tílvalið
að hafa sérrí með súpum og eins og áður sagði, með ýmsum
mat. Sérri passar frábærlega með reyktum laxi, krydduðum
pylsum og skelfiski.
Bestu sérríin til að hafa með mat em Fino og Manzanilla.
Þessi sérrí em tær og hrein með þægilegri gerangan. Þessi
sérrí em skráþurr ef svo má komast að orði, í þeim er enginn
sykur. Fino sérríin passa sérlega vel með öllum mat. Því miður
110