Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 4
78
MORGUNN
andi mönnum, að hún er til í miklu ríkara mæli í al-
heiminum. Ef hugsun þarf til að byggja hús, hefur
hugsun þurft til að skapa alheiminn, en hvortveggja
þessi hugsun er ósýnileg. Þess vegna verður hún hvorki
mæld eða vegin né auga á hana komið að öðru leyti en
því, sem verkin sýna merkin. Það er því fyllilega rök-
rétt, þó að ályktað sé, að hin ósýnilega veröld andans
sé ef til vill raunverulegri en heimur efnisins og þar sé
sú borg sem stendur, meðan efnisheimurinn er á hverf-
anda hveli.
Annað kemur hér einnig til greina. Sjálf vísindin líta
nú öðruvísi á efnisheiminn en þau gerðu fyrir hálfri öld.
Nú vita menn að efnið er ekki annað en samanþjöppuð
orka, sem greinilegast hefur sannast af kjarnorkurann-
sóknum, þar sem tekizt hefur að leysa orku sameind-
anna úr læðingi. Með þessu eru menn farnir að glingi’a
á háskalegan hátt við þá frumkrafta, sem guð hefur not-
að við sköpun heimsins, og er þá vitanlega auðveldara
að rífa niður en byggja. En geti mannlegt hyggjuvit
sprengt veröldina í rúst, hvaða fjarstæða er þá að hugsa
sér að guðlegt hyggjuvit hafi skapað hana og allt líf og
sköpun sé fyrst og fremst byggt á guðlegu hugsmíða-
afli og vilja, og erum vér þá aftur komin á hinn trúar-
lega grundvöll, þar sem ekki er framar litið á veröld-
ina eins og sálarlausa vél, heldur stórfellda hugsun,
eins og stjörnufræðingurinn Jean James komst að orði.
Og í slíkri veröld er það andinn, sem lifir og ríkir.
Þetta er þá líka ástæðan fyrir því, að í seinni tíð eru
jafnvel náttúruvísindin farin að gefa ýmsum andlegum
fyrirbrigðum meiri athygli en tíðkast hafði um sinn.
Sálarrannsóknafélagið brezka og sálarrannsóknafélagið
ameríska hafa unnið mikið og merkilegt starf. Og nú
má vænta þess, að rannsóknir af þessu tagi færist mjög
í aukana, þegar mannkyninu er að verða það ljóst, að
efnisheimurinn er alls annars eðlis en menn héldu áður.
Má því búast við í náinni framtíð stórkostlegum ár-