Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 29
MORGUNN
103
munað eftir að hafa í fyrra jarðlífi verið gift manni
nokkrum (eiginkonur virðast hafa mikið minni), og sagt
nafn þessa manns og heimilisfang. — Húsið, sem hún
nefndi, þar í þorpi einu „langar leiðir“ frá heimili henn-
ar. Og Dixen-Smith segir að hún hafi ennfremur sagzt
hafa falið peninga í vegg einum í húsinu. (Hér er sagan
af Shanti Devi komin aftur!) Það er sagt, að „þetta
fyrirbæri hafi verið rannsakað opinberlega, afar vand-
lega, og gengið hafi verið fyllilega úr skugga um sann-
leiksgildið."
Sögur sem þannig eru sagðar, hafa engin minnstu
áhrif á mig, og ég er viss umí að viðbrögð mín er ekki
hægt að skýra á þann hátt, að ég sé truflaður af vest-
rænni menningu og viðhorfum hennar. Ég hefi lagt
stund á vísindalegar sálarrannsóknir og parapsychologie
of lengi til þess að vera ómóttækilegur fyrir sönnunar-
gögnum. — Roy Dixen-Smith segist geta tilfært „mörg
dæmi jafngóð og jafnvel betri.“ Hafi hann ekki traust-
ari heimildir, hætta sálarrannsóknamenn að hlusta á
hann. „Vitnisburði opinberra embættismanna og há-
skólamenntaðra" tek ég með varúð. Virtur lögreglu-
stjóri og nokkrir stjórnarembættismenn höfðu tekið á-
byrgð á drengnum, sem sveik flutningafyrirbæri og ég
hefi sagt frá í „Intemational Journal of Parapsychology.'*
Það mál rannsakaði með mér C. P. Gnanamuthu, for-
stjóri dýralæknarannsóknarstofunnar við háskólann í
Madras.
Ég veit, að endurholdgunarsögur aukast og breytast,
við það að fara margra á milli. En traust mitt á blaða-
greinum um slík fyrirbæri á Indlandi er horfið. Það hef-
ir orðið fyrir áföllum. Allar slíkar sögur eru gagnslaus-
ar og að engu hafandi, ef þær hafa ekki verið ýtarlega
rannsakaðar af nokkrum samtíðarmönnum, sem störf-
uðu algerlega óháðir hver öðrum, algerlega hver fyrir
sig.
Seth Sean Lal sálvísindastofnunin hefir látið rann-