Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 48
122
MORGUNN
skrármálið er skoðað án fyrirfram myndaðra skoðana,
hlýtur það mjög að styðja þá tilgátu, að látnir lifi.“
Þá fer dr. Cleobury nokkrum orðum um það, að menn
hafa látið eftir sig innsigluð bréf, sem enginn annar
vissi, hvað geymdu, en miðlum hefir tekizt að einhverju
leyti að leysa úr, og síðan heldur hann áfram:
„Allar þessar rannsóknir eru enn í bernsku og fáir
hafa gefið sig að þeim. Þorri fólks er annaðtveggja,. á-
hugalaus um þessi efni, eða fjandsamlegur þeim, — á-
hugalaus af efnishyggjuástæðum, fjandsamlegur af trú-
arlegum ástæðum eða vegna efnishyggjusannfæringar.
Þessvegna ber það fremur að undrast, að miðlar eins og
frú Piper og frú Leonard hafa verið uppgötvaðir, eða
konurnar, sem stóðu að víxlskeytunum.
Sannarlega ættu kirkjurnar að gefa þessum málum
meiri gaum en enn hefir orðið. Heimildir eru fyrir því,
að frumkirkjan lagði mikið upp úr þvi, sem fram kom
hjá sálræna fólkinu. Rétt er að minna á,. að Páll postuli
sagði, að meira væri um kærleikann vert en „spádóms-
gáfuna,“ og vér eigum að vera á verði gegn því að á-
huginn fyrir framhaldslífinu dragi úr heilbrigðum á-
huga fyrir að rækja skyldurnar við jarðlífið. En sú
staðreynd vakir fyrir mér, meðan ég skrifa þessa bók,
að aðeins með líf eftir líkamsdauðann í baksýn getum
vér lifað jarðlífinu eins og lifa ber og fundið því skyn-
samlegan tilgang. Og fyrst svo er — og mér óskiljan-
legt, að kristnir menn geti andmælt því, — þá eiga sál-
aramnsóknirnar að geta hjálpað oss til að verða betri
borgarar þessarar jarðar.
Ég skal engu spá um það, hvort sambandið við látna
menn muni nokkumtíma geta gefið oss nákvæma vit-
neskju í lífið „hinum megin,.“ eða leiðrétt og endurbætt
hugmyndir kristninnar um lífið eftir dauðann. Hinar
uppbyggilegu ræður transmiðlanna eru ekki sannfær-
andi, þær geta vel verið komnar frá hugardjúpum miðl-
anna sjálfra. —