Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 75
MORGUNN
149
drengurinn þessa vitneskju áður en hann dó. Það er
sennilega víst, að um það vissi enginn þá á jörðu. Þá
er sá möguleiki fyrir hendi,, að einhverjur ójarðneskir,
sem þetta vissu, hafi notað látna drenginn til þesss að
koma þessari vitneskju á framfæri til þess að afstýra
frekari dauðsföllum og slysum.
Þeirri skýringu hafna vitanlega þeir, sem þykjast viss-
um, að látnir menn séu ekki á lífi. Og til þess að komast
hjá þeirri skýringu sumra fyrirbrigðanna, að ójarðnesk-
ir menn standi á bak við þau, er gripið til þess að eigna
miðlunum hæfileka, sem enginn snefill af sönnun er
fyrir, að þeir búi yfir,, og miklu meiri trúgirni virðist
þurfa til að aðhyllast, en hina miklu einfaldari skýringu,
að fyrirbrigðin geta stafað frá framliðnum mönnum.
Þessvegna aðhyllist fjöldi manna spíritísku skýringuna.
Um þessi efni, eins og á mörgum rannsóknasviðum,
er ókleift að finna í einstökum fyrirbrigðum sönnun,
sem allir verði sammála um. En eftir sterkustu líkunum
mynda menn sér sannfæringu í þessum efnum eins og
fjölmörgum öðrum.
Frumkristnin var sannfærð um, að hún hefði þau rök
fyrir upprisu Jesú, sem ekki yrði móti mælt með gagn-
rökum. Á þeim staðreyndum byggði hún sannfæringu
sína um upprisu Jesú. Og sú var játning frumkristninn-
ar, að með upprisu sinni hefði Jesú leitt í ljós ódauð-
leikan, ódauðleikann sjálfan, en ekki aðeins það, að hann
sjálfur hefði lifað krossdauðann. Og það er þetta, sem
öðru fremur sýnist vaka að baki þeirra orða hans, að
upprisinn ávarpar hann vini sína og votta hvað eftir
annað með sömu orðum, sömu kveðju, og segir: ,,Friður
sé með ySur.“
Jóhannesar guðspjall segir, að í skilnaðarræðunni hafi
hann hvað eftir annað talað um frið: „Frið læt ég eftir
hjá yður. . . . Minn frið gef ég yður.“
Þama víkur hann að innsta kjama trúarþarfar og
trúarviðleitni kynslóðanna. öll trúariðkun, bæði innan