Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 41
MORGUNN
115
Ekki svo, að vér hættum að sakna rnjög þeirra, sem vér
höfum elskað og misst, heldur þannig, að vér sjáum að
margskonar ytri form stafa af hræsni ef sorgin er ekki
einlæg, og alveg út í bláinn ef hún er einlæg.
Sannleikurinn er einfaldlega þessi: Ef vér trúum því,
að dauðinn sé endir alls, hljótum vér að telja hverja
tilraun til þess að ná sambandi við látna menn fánýta
fremur en illa. Ef vér trúum hinsvegar því, að látnir
menn kunni að hafa lifað líkamsdauðann, þá er ekkert
óhugsanlegra að hugsa sér að þeir geti haft samband við
oss en það, að vinir fyrir vestan haf geti sent oss sím-
skeyti eða talað við oss með þráðlausu sambandi. Mig
grunar að stundum kunni fordómarnir að stafa frá ó-
meðvitaðri trú, þvert ofan í það, sem maðurinn annars
játar, að dauðinn sé endalok persónuleikans og að þess-
vegna hljóti hið svonefnda samband við látna menn að
vera verk einhverra illra afla.
Það er enn eitt, sem vekur menntuðum nútímamönnum
andúð á spíritisma, það, hve margt af alvörulausu og
trúgjörnu fólki hefir dregizt að honum. í blaði um sál-
ræn mál las ég nýlega útdrátt úr fyrirlestri, þar sem
því var haldið fram, að vetnissprengj urnar hafi rifið
gat á eterhjúpinn, sem umlukti jörðina,. og að þannig
hefði „illum öflum“ opnast leið til mannanna! í sam-
bandi við gagnrýni mína á endurholdgunarkenningnni
fyrr í þessari bók,. vil ég enn segja, að það er mér lýs-
andi dæmi dómgreindarleysisins, hve barnalega sumir
— en ekki allir — spíritistar leika sér að að gera gælur
við endurholdgunarkenninguna, án þess að gera sér
nokkra grein fyrir því, hve gersamlega hún er í ósam-
ræmi við þær hugmyndir um lífið eftir dauðann, sem
þeir trúa á vegna sambandsins við framliðna menn,
þegar þeir eru ekki að hugsa um nokkra endurholdgun.
Þá hefir sú staðreynd vakið mörgurn vantraust á
spíritismanum, að miðlar hafa orðið sannir að svik-
um. Um þetta ættum vér að vera á verði gegn hleypi-