Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 13

Morgunn - 01.12.1963, Page 13
MORGUNN 87 ami, og aldrei fundið nokkurn stað, þar sem ég gæti ímyndað mér að sálin hefðist við.“ Svo kynntist hann sir Oliver Lodge eitt sinn er hann var á fyrirlestrarferð vestra og eftir að hann hafði hlustað á þennan mikla vísindamann, fóru að renna á hann tvær grímur. Sir Oliver Lodge benti honum á ýms- ar bækur um þessi efni eftir góða vísindamenn, og svo fór að lokum, að dr. Crandon sannfærðist um líf eftir dauðann. Margery var bráðgáfuð kona, en jafn vantrúuð og bóndi hennar hafði verið. Hafði hún mikinn ímugust á því, er maður hennar tók að hneigjast að sálarrannsókn- um og taldi þetta hindurvitni ein. Hafði hún andatrúar- áhuga hans fyrst í slcopi, en ákvað loks að láta til skar- ar skríða og afhjúpa svikin. Þetta var ástæðan fyrir því, að hún ákvað að koma á tilraunafund hjá miðli nokkrum, sem var prestur við the First Spiritualistic Church í Boston. Hún hringdi til hans og bað um fund, en presturinn sagði henni að koma á morgun. Margery sagðist svo frá,. að hún hefði ekki haft hug- mynd um hvað gerast mundi og haldið að þetta væri allt tóm vitleysa. Hefði hún því ekki haft meira við en það, daginn eftir, en klæða sig í reiðföt, taka klárinn sinn og fara í útreiðatúr með vinkonu sinni. Ekki hirtu þær heldur um að skipta um föt, er þær komu til kirkjunn- ar, heldur gengu inn eins og þær voru til reika. Strax og þær komu inn í skrifstofu prestsins féll hann í trans, og tóku von bráðar ókunnar raddir að tala af vörum hans. Þetta voru tvær ólíkar karlmanns- raddir og kveðst hvor tveggi maðurinn heita Walter. Annar kvaðst vera frændi hennar, móður- eða föður- bróðir, en hinn bróðir hennar, Walter Stinton, sem dá- inn var fyrir mörgum árum. Margery skildi reyndar ekkert í, hvernig miðillinn gæti hafa vitað um þessa ættingja hennar, en taldi samt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.