Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 43

Morgunn - 01.12.1963, Page 43
MORGUNN 117 manna, sé raunveruleiki, lögmál. En því fastar sem mað- ur trúir á Guð, þeim mun minni verður þörfin fyrirþau sönnunargögn, sem spíritisminn hefir upp á að bjóða.“ Þá heldur höf. máli sínu áfram og segir, að menn eigi að rannsaka spíritismann, ekki til þess að fá vit- neskju um, hvort látinn lifi heldur til að ganga úr skugga um, hvort samband við látna menn sé mögulegt. Sú rannsókn kunni annaðtveggja að leiða í ljós, að slíkt samband sé mögulegt, eða ómögulegt. Hann telur að fyr- ir því megi gera ráð, að Guð vilji láta trúna á fram- haldslíf aðeins grundvallast á andlegum ástæðum en ekki nokkrum sönnunargögnum. Um þetta hefir höf. ýmsar vangaveltur og skynsamlegar bollaleggingar, en segir, að til þess að öðlast vissu í þessum efnum, verði menn að rannsaka málið, meta og vega rökin, og segir síðan: „Ein er sú afstaða til málsins,. sem ég hygg að ekki sé stætt á. Ég get vel skilið þá menn, sem vilja grund- valla trú sína á framhaldslíf á trúnni á kærleika Guðs og engu öðru. En sá sem vill byggja á sönnunum og segir,. að upprisa Krists sé sú sönnun, sem hann byggi alla sína sannfæringu á, en er samt andvígur því, að sannanna sé leitað á 20. öldinni, er ekki sjálfum sér samkvæmur. Annaðhvort gefur Guð sannanir eða hann gefur þær ekki. Það er vitanlega ekki óhugsandi, en það er afar ósennilegt, að hann hafi gefið litlum hópi manna slíka sönnun fyrir 19 öldum, en neiti síðan afdráttar- laust seinni kynslóðum um slíka sönnun. Trú mína á framhaldslíf byggi ég aðallega á andlegum rökum, en hinsvegar trúi ég því, að birtingar Krists hafi verið raunverulegar. Og þessvegna þykir mér ákaflega senni- legt, að birtingar framliðinna, sem menn hafa síðarsagt frá, og þá einnig á vorum dögum, hafi líka verið raun- verulegar. Ég treystist ekki til að neita því, að í ósjálf- ráðri skrift og af vörum transmiðla hafi komið raun- verulegar orðsendingar frá framliðnum.“ L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.