Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 83
MORGUNN
157
mikið þyki liggja við. Niðurstaðan af þessu varð sú, að
90% kváðust trúa á huglækningar yfirleitt, þar af 60%
sem kváðust trúa á þá huglækningaaðferð, sem Edwards
og félagar hans notuðu.
Vér skulum nú skreppa snöggvast rúmar 19 aldir aft-
ur í tímann. Suður í Gyðingalandi sat Jóhannes skírari
í dýflissu hjá Herodes konungi. Lærisveinar hans fengu
þó að koma til hans og þeir sögðu honum frá boðskap
og kraftaverkum Krists. Þá sendi Jóhannes lærisvein-
ana á fund hans og lét þá spyrja: Ertu sá, sem koma á,
eða eigum vér að vænta annars? En er lærisveinarnir
fundu Krist, var hann að lækna marga af sjúkdómum
og plágum og illum öndum, og mörgum blindum gaf
hann sýn. Hann svaraði svo erindi þeirra: Farið og
kunngerið Jóhannesi það, sem þér hafið séð og heyrt:
Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir
heyra, dauðir upp rísa og fátækum er boðið fagnaðar-
erindi.
Hér telur Kristur fyrst lækningar sínar til sanninda-
merkis um að guðlegur kraftur sé með sér. Og fagnað-
arerindið var: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Hann bauð líka lærisveinum sínum að lækna sjúka
hvar sem þeir kæmi. Þessar lækningar voru sönnun
þess, að maðurinn ætti eftir að lifa þótt hann dæi. Og
þegar talað er um hið merkilegasta í starfi Jesú, þá
nefna menn alltaf lækningarnar.
En er fram liðu stundir þá lögðust þessar lækningar
niður. Hin kristna kirkja, sem þar átti að vei'a arftaki
Krists og postulanna, gat ekki haldið lækningunum á-
fram og varð þeim jafnvel andvíg.
Þó viðurkennir kaþólska kirkjan kraftaverk enn í dag.
Þau kraftaverk eiga að gerast á vissum stöðum, en ekki
fyrir tilverknað manna. Frægasti kraftaverkastaðurinn
er Lourdes. Á hverju ári streyma þúsundir sjúklinga
þangað til þess að leita sér bót meina sinna. Þeir eru