Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Side 83

Morgunn - 01.12.1963, Side 83
MORGUNN 157 mikið þyki liggja við. Niðurstaðan af þessu varð sú, að 90% kváðust trúa á huglækningar yfirleitt, þar af 60% sem kváðust trúa á þá huglækningaaðferð, sem Edwards og félagar hans notuðu. Vér skulum nú skreppa snöggvast rúmar 19 aldir aft- ur í tímann. Suður í Gyðingalandi sat Jóhannes skírari í dýflissu hjá Herodes konungi. Lærisveinar hans fengu þó að koma til hans og þeir sögðu honum frá boðskap og kraftaverkum Krists. Þá sendi Jóhannes lærisvein- ana á fund hans og lét þá spyrja: Ertu sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars? En er lærisveinarnir fundu Krist, var hann að lækna marga af sjúkdómum og plágum og illum öndum, og mörgum blindum gaf hann sýn. Hann svaraði svo erindi þeirra: Farið og kunngerið Jóhannesi það, sem þér hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir upp rísa og fátækum er boðið fagnaðar- erindi. Hér telur Kristur fyrst lækningar sínar til sanninda- merkis um að guðlegur kraftur sé með sér. Og fagnað- arerindið var: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Hann bauð líka lærisveinum sínum að lækna sjúka hvar sem þeir kæmi. Þessar lækningar voru sönnun þess, að maðurinn ætti eftir að lifa þótt hann dæi. Og þegar talað er um hið merkilegasta í starfi Jesú, þá nefna menn alltaf lækningarnar. En er fram liðu stundir þá lögðust þessar lækningar niður. Hin kristna kirkja, sem þar átti að vei'a arftaki Krists og postulanna, gat ekki haldið lækningunum á- fram og varð þeim jafnvel andvíg. Þó viðurkennir kaþólska kirkjan kraftaverk enn í dag. Þau kraftaverk eiga að gerast á vissum stöðum, en ekki fyrir tilverknað manna. Frægasti kraftaverkastaðurinn er Lourdes. Á hverju ári streyma þúsundir sjúklinga þangað til þess að leita sér bót meina sinna. Þeir eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.