Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 44

Morgunn - 01.12.1963, Page 44
11» MORGUNN Þá fer höf. nokkrum orðum um rökhyggju og skyn- semi sem Guðs gjöf, er oss beri að nota, og hvetur í nafni hugsunar og skynsemi til þess, að menn hafi opinn hug við sálarrannsóknunum. Síðan segir hann svo: „Eitt er víst, að ef trúin á framhaldslíf eftir líkams- dauðann á að geta orðið almenningseign með samtíð vorri,, og ef svo eigi að verða, að menn taki að búa sig undir framhaldslífið af sömu alúð og rnenn búa sig und- ir að fara í sumarleyfi, þá verður trúin á framhaldslíf að fást með sömu leiðum og þeim, sem reynzt hafa á- gætar á öllum sviðum vísindanna og m.a. á sumum svið- um sálarfræðinnar. Ef svo fer, að ógerlegt reynizt að öðlast slík sönnunargögn af skynsamlegum, vitrænum tilraunum,, þá mun aðeins einhver örlítill minnihluti mannkyns trúa á framhaldslífið í náinni framtíð. Þessi trú mun ekki deyja út, en hún mun aðeins verða trú þeirra, sem hafa eigin reynslurök fyrir guðstrú sinni og sjá, að trú á framhaldslíf er óhjákvæmilega hluti af henni. N. tm. gefur greinilega í skyn, að lifandi kristin trú muni jafnan verða trú minnihlutans: „Þröngt er hliðið og mjór er vegurinn, sem liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann,“ segir í Matt. guðspjalli. Það út af fyrir sig segir vitanlega ekkert til né frá um sann- leiksgildi trúar,, hvort margir aðhyllast hana eða fáir. Þetta er of sjálfsagt til þess, að á það þurfi að minna. En þetta gleymist þeim, sem mest leggja nú á tímum upp úr skoðanakönnunum, Gallups eða annarra.“ — „Vísindaleg rannsókn á þessum efnum er enn í bemsku. Eg er jafn ósamþykkur báðum, bæði þeim sem fullyrða að framhaldslífið sé endanlega sannað, og hinum, sem segja að aldrei hafi komið fram nokkur sönnunargögn, sem gefandi sé gaumur. Ástæða þess, að ég er ósam- þykkur hinum síðarnefndu, sem segja að engin viðlít- andi sönnunargögn fyrir framhaldslífi hafi nokkurn- tíma komið fram, er þessi: Ég vil fyrst minna á það, að jafnvel þótt framliðnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.