Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 7
MORGUNN
81
Næsta morgun fékk hún skeyti frá manni sínum, er
hljóðaði þannig: „Margrét andaðist í gærkveldi. Verð
að fara til Maine til að vera við útförina.“
Anna andaðist í blóma aldurs síns árið 1925. Eftir
jarðarförina segist dr. Harlow hafa gengið til skrifstofu
sinnar í Smith College. Kveðst hann hafa verið um þetta
leyti að fara með nemendum sínum yfir bókina: Varieties
°f Religious Experience eftir William James, og hafi
hann verið búinn að lofa einum nemanda sínum viðtali
á þessum tíma.
„Þegar við settumst við stóra skrifborðið mitt, segir
hann,. þennan hlýja seinni part dags í október, var Anna
og allt, sem talað hafði veríð við útförina, mjög ríkt í
huga mér. Ég minntist orða Willam James: hversu til-
finningin fyrir nálægð guðs hlýtur að vera sumum sál-
um meðfædd. Og meðan ég var að hugsa um önnu, fór
ég að rjála við þykka ferhymta glerhellu undan blek-
byttu sem ég hafði erft með herberginu fyrir mörgum
árum síðan. Eftir að sjálfblekungurinn hafði verið fund-
inn upp, var þetta gagnslaus gripur, en ég hefði samt
ekki hent þessu vegna þess að bæði var þetta blekbyttu-
sett dálítið fallegt og svo hafði ég stundum notað það
fyrir bréfapressu.
Ég ýtti nú frá mér glerhellunni og sneri mér að nem-
anda mínum, sem beið eftir því að ég tæki til máls, og
sagði: „Ef til vill er það vegna þess að ég er einmitt
rétt að koma frá útförinni, sem mér dettur í hug, að
það gæti orðið til útskýringar á þessu málefni: Fjöl-
breytni trúarreynslunnar, ef ég segði þér eitthvað af
trúarreynslu systur minnar, Önnu.“
En um leið og hann nefndi nafn Önnu, sprakk gler-
hellan um þvert með háum hvelli, svo að báðum varð
hverft við. Það var eins og glerið hefði verið höggvið
hnífjafnt sundur í miðju og svo nákvæmt, að hvergi
sást sprunga eða flaski út úr. Stúdentinn varð svo hrædd-
að hann reis á fætur og hrökldaðist út, hvemig sem
6