Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 76
150
MORGUNN
vébanda kristindómsins og annarra trúarbragða, er í
innsta grunni sókn eftir friði, — sálarfriði. Þegar heiðn-
ir forfeður vorir reistu hof og hörga, leiddi þá sama þörf
og leiðir oss enn til að reisa heilög hús og ganga til
guðsdýrkunnar í helgidómum vorum.
„Friður sé með yður,“ — segir Kristur upprisinn hvað
eftir annað, þegar hann birtist vinum sínum. En hvem-
ig finnum vér frið, frið í þessum friðlausa heimi, frið í
þessu rangláta mannlífi, frið í heimi, sem er fylltur
harmi, þjáningum og sorg?
Ég sé ekki, hvernig vér getum fundið hann, ef vér
eigum ekki sannfæringu um framhaldslíf og byggð á
bak við heljarstrauma.
Getum vér verið sátt við lífið og höfund þess ef vér
trúum því, að líkamsdauðinn sé endir alls, að saga manns-
sálarinnar sé búin, þegar líkamshjúpurinn deyr?
Hugsaðu um barnið, sem deyr í fyrstu bemsku. Hugs-
aðu um manninn, sem ævilangt stynur undir byrði, sem
honum var ekki sjálfrátt um, en aðrir lögðu á hann.
Hugsaðu um þjáningu hins góða og það, hve lífið leikur
þrásinnis glatt og létt við þá, sem ekki verður séð að
siíkt hafi verðskuldað. Hugsaðu um sjúkdómsbölið og
margvíslegt annað böl, sem er þyngra en támm taki og
margir verða til æviloka bótalaust að bera. Getur þú
fundið frið, getur þú tekið fullum sáttum við öll þessi
þúsundföldu sorgarefni, ef þjáningabamið deyr, slokkn-
ar að eilífu eftir alla sína þjáningu og þraut? Hvað þýð-
ir þá að segja við oss: „Friður sé með þér?“
Ef krossdauðinn var eilífur endir Kristslífsins, ef hinn
guðlegi logi hans var slökktur að eilífu á Golgata, hvem
frið hefðu lærisveinar hans þá fundið? Þá hefðu þeir
lent í sömu kvölinni og Job og misst með öllu trúna á
réttlæti Guðs. Sem friðvana vesalingar hefðu þeir þá
lokið lífinu á sínum tíma, nafn Jesú hefði þá gleymzt
og kristinn dómur aldrei orðið til.
En hann kom. Sigrandi sterkur kom hann. Fullur af