Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 56
130
MORGUNN
sem klaustur og helgidómar standa á hæstu tindum eins
og riddaraborgir. — Umhverfis eru miklir garðar með
kamfúrutrjám og bambus, og klausturgarðar veglegir
eins og gerðir væru um hallir. Þarna eru undursamlegar
lótustjarnir með fegurstu blómum og framundan er hið
víða, opna haf.
Þama bjó ég lengi og dvaldist í klaustrunum á víxl
með prestum og munkum, sem hafa algerlega helgað líf
sitt sjálfsafneitun og hugskoðunarlífi. — Ég tók þátt í
musterisþjónustunni með pílagrímum, sem sumir hverjir
voru komnir óralangar leiðir að, til þess að dvelja einn
dag eða tvo í „skugga musteranna." Og ef ég klifraði
upp fjöllin, eða gekk fram á klettasnasirnar gegnt opnu
hafinu, mætti ég einsetumönnum, sem höfðu dregið sig
út úr skarkala lífsins og frá samneyti við aðra menn
til þess að sökkva sér niður í hugskoðun og lesturhinna
helgu rita búddhadóms, bækurnar, sem eru „eins og gim-
steinninn, sem aldrei missir gildi.“
Um tveggja vikna skeið bjó ég sem munkur meðal
munkanna í Fa-Yú-ssii „klaustrinu fyrir regn lögmáls-
ins,“ sem er stærst hinna fjölmörgu klaustra á Putoshan.
Það liggur á norðurströnd mikils flóa, þar sem „sand-
urinn er mjúkur og gulur eins og mosi.“
Ógleymanleg áhrif hafði á mig það hreina, fagra líf
í kyrrð og friði klaustursins, fjarri skarkala heims, og
samfélagslífið með hinum guðræknu, gestrisnu munkum,
sem svo eru hleypidómalausir í sinni trú, að þeim er
auðvelt að lifa í samfélagi andans með mönnum, sem
hafa aðra trú en þeir. Og með gleði segja þeir gestum
og framandi frá öllum þeim velgjörðum, sem þeir hafa
þegið af Kwanyin.
*
Ég sat um kveld í klausturklefanum hjá gömlum
munki. Og meðan djúpir tónar málmklukkunnar í klaust-
urtuminum bárust inn í hálfrökkvaðan klausturklefann
til okkar, hóf gamli munkurinn að segja svo frá: