Morgunn - 01.12.1963, Blaðsíða 52
126 MORGUNN
sjálfum sér, að hann kenndi um hina einráðu útvalningu
Guðs.
Ég á erfitt með að trúa á „universalismann," það að
allar sálir frelsist. Og ég er ekki samþykkur þeim, sem
segja, að markmið Guðs séu gerð að engu oghonumhafi
mistekizt, ef nokkur sál fari á mis við hjálpræðið. Ég
held að þeir menn, sem þannig hyggja og tala, séu sekir
um fyrirfram myndaðar skoðanir, óskhyggju, sem mér
er ákaflega lítið gefið um, og að sjónarmið þeirra, eða
trú, byggist á léttúðugi-i ábyrgð mannsins. Ef siðferði-
lega ábyrg mannvera vill ekki æðra og betra líf,. fæ ég
ekki séð, að útslokknun hennar í líkamsdauðanum sé nokk-
uð meira vandamál fyrir mig en það, að dýrið, sem ekki
heldur þráir æðra líf, slokknar út, þegar líkami þess
deyr.
Þannig þykir mér margt benda til þess, að ódauðleik-
inn sé ekki skilyrðislaus gjöf til allra. Meira vil ég ekki
fullyrða. Og því vil ég segja þetta um sálarrannsókn-
imar og kristilegar ódauðleikahugmyndir: Sannanir,
sem fást eingöngu við að leiða að því rök, að látnir lifi
— sönnunargögn, sem leiða í ljós vitneskju, sem aðeins
hinum látna var kunn og hægt reynizt síðar að staðfesta,
slíkar sannanir munu allir heiðarlegir menn taka til greina,
séu þær nógu sterkar.
En lýsingar á framhaldslífinu og eðli þess verða að
rísa hátt yfir hinar gleðilegu en einfeldningslegu lýs-
ingar sumra spíritista — sumra en ekki allra — ef þær
eiga að geta sannfært oss og verða teknar til greina.
Eins og ég sagði fyrr, segja heimildir, að í frum-
kirkjunni hafi verið mikið lagt upp úr því, sem frá sál-
ræna fólkinu, fólkinu, sem andagáfunum var gætt, kom.
En í Jóhannesarritunum erum vér vöruð við því að trúa
öllum öndum og hvött til þess að prófa andana, hvort
þeir séu frá Guði.