Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Page 9

Morgunn - 01.12.1963, Page 9
MORGUNN 83 örkin hefði ekki verið þar um kvöldið og enginn kann- aðist við bréfsefnið. Það er rétt að geta þess í þessu sambandi, að faðir þessara systkina var prestur af eldri skólanum, sem enga trú hafði á þessum fyrirbrigðum, og óttaðist, ef hann gat með engu móti útskýrt þau á náttúrlegan hátt,, að þau væru frá hinum vonda. Fyrir mörgum árum siðan var kona nokkur I St. Louis, Missouri, aö nafni Pearl Lenore Curran að glingra við Ouija Board, en það er áhald, sem notað var við að skrifa ósjálfráða skrift. Þetta var árið 1913. Kemur þá einhver vera við borðið, sem kveðst heita Pati- ence Worth, og hafi hún verið fœdd 1689, en flutzt lítil rauðhærð telpa frá Dorsethire til Massachusetts, búið þar á Cape Cod og beðið dauðdaga í Indíánaóeirðum 1675 eða '76. Var hún þá enn ógift. Patience Warth sagðist hafa haft mikla löngun til að yrkja ljóð og skrifa sögur, en lífið hefði aldrei gefið sér tóm til þess. Notaði hún nú hönd Mrs. Curran til að skrifa með- Á næstu árum birtust kvæði í blöðum bæjarins, sem undirrituð voru Patience Worth og seinna fóru að birtast skáldsögur með þessu höfundarnafni og vakti hvoru tveggja mikla athygli, áður en menn höfðu hugmynd um, hvernig þessi ritverk voru til komin. Það voru einkum fræðimenn i gamalli ensku, sem veittu kvæðun- um athygli. Töldu þeir að þau bæru á sér blæ kvæða frá Elísabethar timanum, og enskan á þeim væri lík og á tímum Shakespeares og Spensers, og einnig kæmi fram í þeim nákvæm þekking á menn- ingu þeirra tíma. Spurðu þeir ritstjórann að blaðinu i þaula um þetta, hver höfundurinn væri, unz hann varð að játa, að þetta væri algerlega ómenntuð alþýðukona, sem sent hefði þessi kvæði undir dulnefni og vakti það furðu mikla i þeirra hópi. Smám saman fóru svo að birtast skáldsögur eftir Patience Worth og sagði New York Times um fyrstu skáldsöguna: Tho Sorry Tale, að þessi ungi og snjalli höfundur hefði skrifað sögu, sem væri ó- venju góð. Gerist sagan á Krists dögum, og var höfundinum hælt fyrir frábæra þekkingu á siðum og háttum þeirra tima, staðfræði og söguumhverfi, og var gengið út frá því, að höfundur mundi hafa ferðast mikið um löndin umhverfis Miðjarðarhafið. Aðra sögu skrif- aði hún lika, sem einnig vakti hrifningu og tóku sum blöðin þannig til orða I ritdómum sinum, að höf. hefði með skáldverkum þessum sezt á bekk með fremstu snillingum mannkynsins. Ljóð eftir Pati- ence Worth voru tekin í ljóðaúrval- Það var dr. Harlow og frændi hans, enskufræðingur, sem hreifst mjög af kvæðum Patience Worth, sem fyrstir manna uppgötvuðu hvernig stóð á skáldskap þessum. Þeir fóru heim til Mrs. Curran og sagði hún þeim hvernig í öllu lá. Sjálf kvaðst hún aldrei hafa verið bókhneigð né hafa nokkurt vit á skáldskap, heldur hefði þessu eins og verið þrýst í gegnum sig og hefði hún ekkert ráðið við höndina á sér. Árið 1928 skýrði Patience Worth frú Curran frá því, að nú væri starfi sinu á jörðu lokið, en bað hana að gera eina bón sína áður en þær skildu að skiptum. Hún sagði henni að á ákveðnu sjúkra- húsi i St. Louis væri nýfætt meybarn, og ætti móðirin þegar fjölda
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.