Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 9

Morgunn - 01.12.1977, Page 9
ÞANKABROT . . 87 börnin hans þrjú. Það var metnaður hans og þrá að þau eignuðust öll gæfustig móti komandi dögum, og ekkert átti hann til er hann vildi ekki gefa og fórna til þess. Það var á s.l. vetri, 19. marz, að ég átti stund með Haf- steini við altari í kirkju. í'.g heyrði vorið hljóma i brjósti hans, er hann leiddi brúði sína, Guðlaugu Elísu Kristinsdóttur, þangað með sér. Ég þóttist sjálfur skynja, að við ættum ekki eftir að sjást hér í lífi, en barði niður beyg minn, er ég horfði á þau á stig sem ofinn var úr sólstöfum kærleikans. Mér finnst brjóst mitt fullt af birtu og þakklæti, sagði hann, þakk- læti, sem orð geta ekki tjáð. Inn á þetta vorland hans barst honum kall til nýrra starfa innar í faðmi Guðs, þann 15. ágúst s.l. Þökk sé þér drottinn fyrir það er þú gafst okkur í hæfileik- um þessa manns, og haf þú vinur þökk fyrir það, hvemig þú vannst úr þeim gjöfum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.