Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 34

Morgunn - 01.12.1977, Side 34
112 MORGUNN II. Gagnvart þeim lesendum sem enn hafa ekki gert sér grein fyrir þeim ótrúlegu fyrirbærum sem gerzt hafa í návist sál- ræns fólks, er það þessari bók að vissu leyti mikill styrkur, að snemma var leitað aðstoðar og ráða manns sem tekið er mark á. Dr. George Owen er hámenntaður vísindamaður, sem auk þess að vera lífefnafræðingur, stærðfræðingur og erfða- fræðingur er talinn vera sérfræðingur í þeim fyrirbærum sem kennd eru við þýzka orðið poltergeist. Þetta þýzka orð er myndað af nafnorðinu polter, sem tákn- ar háreysti, læti, gauragang og orðinu geist, sem þýðir andi. Orðið táknar því anda sem hefur truflanir í för með sér. Þær lýsa sér í ýmiss konar hávaða, svo sem höggum sem heyrast í borðum og veggjum, flutningi á húsgögnum og hlutum og fleiru þess háttar. Það sem oft einkennir þessi fyrirbæri er viss hrekkvísi sem fram kemur í þeim, eins og t.d. þegar rúm eru reist á rönd eða þungir skápar færðir fyrir dyr og þess háttar. Stundum kemur fram viss kimnigáfa, eins og þegar hnífapör sem vandlega hafa verið borin á borð, finnast á gólfinu í nákvæmlega sömu röð og reglu. Þvi er svo farið um móðurmál okkar íslenzkuna, að það fer illa á því að taka upp í málið óbreytt erlend orð, eins og til dæmis orðið poltergeist, sem ýmsar þjóðir hafa tekið upp óbreytt úr þýzkunni. Ég hef því leyft mér sem þýðandi þess- arar bókar að nota í staðinn íslenzka orðið œrslandi, (saman- dregið úr ærsla-andi), sem verður víst að teljast nýyrði i þess- ari merkingu. Skýrsla drs. Owens um fyrirbæidn i þessari bók er birt í bókarlok (VIÐAUKI II). I skýrslu sinni virðist dr. Owen ekki vera í vafa um að fyrirbærin sem gerzt hafa kringum Matthew Manning séu ærslanda-fyrirbæri. Hann bendir á það, að undanfarin tvö hundruð ár a.m.k. hafi verið skráðar frásagnir, mjög vel vott- festar, af slíkum fyrirbærum og kveðst ekki vera í nokkrum vafa um það að þau séu sönn, þ. e. að þau hafi í raun og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.