Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 45
TRÚ Á BJARGI BYGGÐ
123
Og innileikann í ljóðum Jóns biskups Arasonar má greini-
lega finna í Davíðsdikti:
„Skapa þú skýrlegt hjarta
með skilnings nýjan anda
í mína brjóstsins byggð.
Veit mér visku bjarta
í verki þínu að standa
með allri ást og dyggð,
helgan þína hugarins rásir finni
rétta trú, að tala með tungu minni
hverja stund af mildri miskunn þinni,
svo kærleikurinn aldrei um aldir linni.“
Mismunurinn verður þessi: „Jón Arason fer með þig sem
áliorfanda, en Hallgrímur sem þátttakanda.“ Hallgrímur
segir:
„I þinum dauða, ó Jesú,
er mín lifgjöf og huggun trú,
dásemdarkraftur dauða þíns
dreifist nú inn til hjarta mins.
Upp á það synd og illskan þver
út af deyi i brjósti mér.“
Trú á bjargi byggð, hvað er það, geta svo margir spurt.
Ég vil því biðja þá, sem lesa þessar línur mínar að opna Bibl-
iuna og lesa Matth. 7, 24.—27. v. Ég var staddur í Reykja-
vík dagana 17.—25. júlí 1972 og það var sunnudagsmorgunn
23. júlí, sem ég stóð sannarlega á krossgötum í trúarlífi mínu.
Ég bjó á Hótel Vík þessa daga. Klukkan 9 um morguninn
23. júli fór ég í borðsalinn og fékk mér morgunhressingu,
svo fór ég aftur tipp á herbergi, tók Nýja-testamentið mitt,
sem er fallegt en lítið, keypt í Guðbrandsstofu í Hallgríms-
kirkju og stakk því í jakkavasa minn. Svo fór ég út í sól-
skinið og niður að höfn. Ég var ákveðinn í að fara í Guðshús
kl. 11. Það voru tveir staðir, sem komu til greina, helgun-
arsamkoma hjá Hjálpræðishernum annars vegar, en hins veg-