Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 15

Morgunn - 01.12.1977, Page 15
DAWDING LÁVARÐUR: ÁHRIF SPIRITISMANS Á TRÚARBRÖGÐIN Grein sú sem hér fer á eftir er siðasti kaflinn í bók Dawdings lávarðar Many Mansions, sem út kom á íslenzku árið 1948 í ]>ýðingu Kristmunds Þorleifssonar og Víglundar Möllers undir nafninu Margar vistarverur. Þessi bók hefur það einkenni margra merkra bóka, að efni hennar glatar ekki gildi sínu þótt timinn liði. Ekkei t sem í henni stendur er enn lirelt. Þvert á móti á hún enn frekar erindi til allra hugsandi manna í dag, þvi síðan hún var skrifuð hefur skilningur á efni hennar aukist eftir þvi sem þekking manna hefur eflst á margbreytileik lifsins og raunveru- legri merkingu dauðans. Svo og með þvi að átta sig á hve ævin- týri lífsins er miklu stórkostlegra en menn hefur grunað. Það þurfti mikið hugrekki til að skrifa þessa hók, enda vakti hún gífurlega athygli á Bretlandseyjum. Ekki sist fyrir ]>að að hún var skrifuð af manni sem var almennt dáður fyrir hreysti sem hermaður og endaði sem yfirforingi brezka flughersins. Þeim sem búist hafa við styrjaldarminningum hetju hefur vafalaust brugðið í brún, þegar ]>essi gáfaði maður býður i ]>ess stað byrginn kirkju sinni, stétt og erfðavenjum með ]>ví að gerast boðberi sann- leikans eins og hann skildi hann og gerast liðsmaður spiritismans. Æ.R.K. Spiritisminn er ekki trúarbrögð i eðli sínu. Með þessu á ég við að andafyrirbrigði geta gerzt og vér getum fengið frá öndum boð, sem ekkert koma við trúarlegum játningum eða hegðunum. En frá því nær öllum uppsprettum andaskeyta kemur, öðru hvoru eða eingöngu, fræðsla, sem er trúarbrögð- unum afar mikilvæg. Skeyti þau, sem borizt hafa síðustu sjötiu árin, eru i heild siimi ný opinberun, og þótt þau séu ef til vill ekki öll alger- lega i samræmi hvert við annað, þá eru þau sameinuð og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.