Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 78
FRÉTTABRÉF
Aðalfundur félagsins var haldinn 31. mars 1977 og var
kosin stjórn, sem hefur skipt með sér verkum sem hér segir:
Guðmundur Einarsson, forseti; Ævar Kvaran, varaforseti;
Erla Tryggvadóttir, gjaldkeri; Aðalheiður Friðþjófsdóttir, rit-
ari; Helga Einarsdóttir, meðstjórnandi. í varastjórn sitja Ól-
afur .Tensson, Björgvin Torfason, Árni Þorsteinsson, Geii1
Tómasson og Sveinn Guðmundsson.
Eins og áður hefur verið nefnt í fréttabréfi félagsins hefur
staðið yfir endurskoðun á félagaskrá og að því loknu hefur
komið í ljós að félagsmenn eru nú 1700 og áskrifendur Morg-
uns eru 1385.
Skrifstofa félagsins er opin kl. 13.30—17.30 alla virka daga.
Birna Halldórsdóttir hefur unnið á skrifstofunni síðan í ágúst
1976 og tekur á móti hókunum á miðilsfundi, innritun i fé-
iagið og fyrirspurnum á skrifstofutíma í sima 18130.
Félagsfundir hafa verið haldnir sl. vetur fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar, nema aðalfundur sem var haldinn 31. mars.
Á félagsfundum hefur verið leitast. við að hafa sem fjölbreytt-
ast fræðsluefni og má þar nefna erindi um Sai Baba flutt af
dr. Erlendi Haraldssyni. Breski miðillinn Kathleen St. George
kynnti hlutskyggni, forseti félagsins, Guðmundur Einarsson
flutti fyrirlestur sem hann kallaði „Hlutskyggni og Forn-
minjar.“ Úlfur Ragnarsson, læknir, kom frá Akureyri 3.
febrúar og flutti erindi sem hann nefndi „Andinn og efnið“
og leiddi hugleiðslu. 3. mars var sýnd htkvikmynd um undra-
lækningar á Filippseyjum. Ævar og .Tóna Kvaran fluttu þátt
úr leikritinu Hallsteinn og Dóra eftir Einar H. Kvaran.
Auk þess hélt Hafsteinn Björnsson skyggnilýsingafund á
vegum félagsins í nóvember 1976 i Austurbæjarbiói.