Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Qupperneq 51

Morgunn - 01.12.1977, Qupperneq 51
ORBIRG VITUND . . 129 þeirra var trygging þess, að þeir misnotuðu ekki vald sitt á nokkurn hátt, heldur beittu því til heilla því fólki, sem var undir vernd þeirra. Hver um sig var í einu konungur, æðsti- prestur og yfirdómari. Þeir sniðu trúarathafnir, tákn og siði eftir því þroskastigi, sem fólkið stóð á, og settu lög, sem nauðsynleg voru til þess að halda uppi ró, reglu og réttlæti í samfélaginu. Menn á þessu þróunarstigi voru ekki i vafa um, að einn eða fleiri guðir stæðu að baki náttúruöflunum, trúareðlishvötin sagði þeim, að þannig hlyti það að vera. En guð þeirra eða guðir báru auðvitað svipmót þeirra eigin frum- stæðu hugmynda og ekki sízt óttans. Eins og angistarveinið er hið eina bænarform dýrsins, þannig er líka angistin veru- legur þáttur i bænum og guðsdýrkun frumstæðra manna. Þeir sjá náttúruöflin leggja í rústir á andartaki margra ára uppbyggingarstarf mannanna og þeir ímynda sér, að þar séu illir andar eða reiði guðanna að verki. Æðsta hugsjón þeirra er hinn hrausti stríðsmaður, sem gæddur er mætti til að refsa og hefna fyrir það, sem þeir telja ranglæti. Þess vegna eru líka guðir þeirra refsandi og hefnandi guðir, sem fyrst og fremst ber að óttast. 1 augum fólksins var konungurinn son- ur guðanna, ef til vill leit það á harm sem holdi klæddan guð, orð hans voru lög, og hann hafði vald á lifi og dauða. Guödómlegt lýðræði er smám saman að þróast á jörðinni. 1 augum nútimamanna er allt þetta frumstæð heiðni og hjátrú, en eigi að siður var guðdómleg stjóm að baki þessu ástandi. Menn framtíðarinnar munu líta á núverandi menn- ingu sem frumstæðan heiðindóm, en þeim mun vera ljóst, að einnig að baki núverandi örbirgðarástands hefur dulizt frjó- angi konunglegrar vitundar, ekki i neinum einstökum guð- dómlegum einvaldsherra, heldur i allri vitund og breytni fólksins. Það, sem er að gerast á okkar tímum, er þetta, að guðdómlegt lýðræði er smámsaman að þróast og á að leysa af hólmi það einveldi, sem þegar hefur glatað guðlegu eðli sínu vegna úrkynjunar sinnar. Sagan sýnir, hvemig konungs- veldið breyttist. Frá því að vera „helgir menn“, sem í raun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.