Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 53
ORBIRG VITUND . .
131
skyndingu. Fyrst þarf að öðlast mikla reynslu. En það eni
ekki byltingar og valdbeiting, sem leiðir til betra samfélags-
skipulags, heldur breyting á hugarfari mannanna. Þess vegna
holdgaðist sannur konungur mitt á meðal öreiganna fyrir
nærfellt tvö þúsund árum og birti mönnunum konunglegt
hugarfar án konunglegrar viðhafnar og prjáls. Hann var
mesta hjálpræðið og fyrinnyndin, sem mannkyninu á þessum
hnetti hefur hlotnazt. Menn tala um endurkomu Krists, en
það er ekki persónan Jesús, sem koma mun í skýjum himins
eða á annan hátt til jarðar. Hann sagði sjálfur: „Og er einhver
þá segir við yður: Sjá, hér er Kristur eða sjá, þar, þá trúið
því ekki.“ Endurkoma Krists verður þó staðreynd eigi að síð-
ur, og það er hún, sem mun „frelsa“ mennina, eins og komizt
er að orði. Það verður þróun kristsvitundarinnar eða kon-
unglegu vitundarinnar í hugarheimi mannsins, sem frelsar
hann frá þeim myrku örlögum eða karma, sem örbirg vitund
hans hefur skapað. Sá maður verður ætið mesti sigurvegar-
inn, sem getur losað sig við eigingjarnar hvatir sinnar ör-
birgu vitundar og glaðst yfir því að ástunda kærleika, hjálp-
semi, vera allra þjónn, taka þátt í fræðslustarfi, skapa frið á
jörðu. Slíkur maður öðlast frelsi og sjálfstæði, sem er allt
annars eðlis en það frelsi sjálfshyggjunnar, sem efnishyggju-
manninn dreymir um: það hneppir hann aðeins í rammgerða
fjötra og býr honum ömurleg og „örbirg“ örlög.
Bænin býr yfir töframætti, sem getur þroskað ltonunglegu
vitundina.
Bænin býr yfir þeim mætti, sem getur þroskað konunglegu
vitundina. Ef maðurinn aðeins vissi, hvilíkur töframáttur býr
í bæninni, þá myndi hann notfæra sér þennan mátt miklu
meir í daglegu lífi. Við allar aðstæður mundi liann biðja um
þrek og þolinmæði til þess að breyta samkvæmt konunglegri
vitund sirmi, en ekki samkvæmt hinni örbirgu. Bænin er
einbeiting „konungsvaldsins“ hið innra með þér sjálfum,
vald, sem eykst og styrkist þegar það er notað. Þegar þetta
vald er orðið róðandi í hugarfari þínu, munt þú ekki framar