Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 20
98
MORGUNN
Imperator fordæmir vægðarlaust þá venju að senda yfir í
andaheiminn sálir, sem séu órólegar af reiði, æsingi eða stjórn-
ist af hefndarþrá. Af þeim forsendum fordæmir hann bæði
styrjaldir og dauðarefsingar, því það stefni að því að auka
erfiðleika mannkynsins með því að leysa úr læðingi anda,
sem eru sérstaklega færir til að láta illt af sér leiða. Hann
finnur og að hegningaraðferðum vorum, vegna þess að vér
höfum saman í fangelsum hópa af vondum mönnum, sem
eru þar i návist hinna illu anda sinna. Afleiðingin verður sú,
að góðir andar flæmast á braut og menn, sem af fáfræði hafa
farið villigötur verða að glæpamönnum. „Þér ættuð að kenna
afbrotamönnum yðar, þér ættuð að refsa þeim á sama hátt
og þeim verður refsað hér með því að gera þeim ljóst hvemig
þeir gera sjálfum sér illt með syndum sínum og hvemig þeir
tefja fyrir þroska sínum. Þér ættuð að hafa þá þar sem þrosk-
aðir og alvörugefnir andar í yðar heimi geta kennt þeim að
venja sig af syndum sínum og öðlast vizku . . . En þér smahð
saman hættulegu öndunum. Þér lokið þá inni og bindið þá
eins og væru þeir glataðir. Þér hegnið þeim með hefndar-
þorsta, grimmúðgi og heimsku, og maður sá, sem er orðinn
fórnarlamh þeirra fávíslegu refsiaðgerða, heldur áfram á
heimskulegri braut synda sinna, unz þér að lokum fyllið bik-
ar hinna heimskulegu verka yðar með verstu heimskunni —
þeirri, að taka hann af lífi, svívirtan, fávísan, lostafullan, viti
sínu fjær af reiði og liatri og þyrstan í hefnd yfir samborg-
urrnn sínum. Þér takið af honum hinar miklu hömlur á ást-
ríðum hans og sendið liann yfir til andlega lífsins þar sem
hann getur skefjalaust unnið að því djöfullega, sem ástríður
hans blása honum í brjóst.
Blindingjar! Blindingjar! Þér vitið ekki hvað þér gerið. Þér
eruð verstu óvinir yðar sjálfra, og sönnustu vinir þeirra, sem
stríða gegn guði og oss og yður.“
Imperator dregur upp ægilega mynd af andlegu umhverfi
drykkjuhallar nokkurrar, og aðrir andar staðfesta kenningu
hans í því efni. Þeir segja að ölvaðir andar flykkist að mönn-
um, sem þar dvelja og hafi illkvittnislega meingleði af svalli