Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 30
108
MORGUNN
þessi að sér, en prestarnir eru eftir sem áður til hagnýtra
þæginda.
í fyrsta lagi ber þeim að hafa forustuna í trúar-hugsunum
og láta fjöldanum ávallt í té nýjustu fræðslu um vaxandi op-
inberanir. Þarna hefur þeim förlazt á síðari árum, svo sem
kunnugt er.
I öðru lagi á presturinn að vera hirðir safnaðar síns, og
hjálpa honum til að leysa úr vandamálum sínum, bæði jarð-
neskum og andlegum. Á þessum vettvangi hafa margir prest-
ar, allra trúflokka, áunnið sér kórónu dýrðarinnar.
f þriðja lagi þarf presta til þess að skipuleggja sameigin-
lega tilbeiðslu, sem á að vera meginþátturinn í lífi voru, og
meðan kirkjan er til, sem stofnun, verða þar alltaf einhver
stjórnarstörf, sem erfitt er að láta leikmenn annast.
Ég hef nefnt kafla þennan „Áhrif spiritismans á trúar-
brögðin11 og ég hef ekki komizt að kjarna málsins fyrr en ég
hef rætt um áhrif hans á daglegt líf venjulegra manna og
kvenna. f þessu sambandi verð ég mér til mikillar sorgar
að segja það, að þótt hókin Spirit Teachings væri rituð fyrir
sjötíu árum, og þótt ég beri djúpa lotningu fyrir hinum göf-
ugu áminningum hennar, og þótt ég telji því nær allar kenn-
ingar hennar mjög skynsamlegar, þá er ég samt sem áður
hræddur um, að heimurinn, upp og ofan, sé ekki ennþá fær
um að tileinka sér hoðskap hennar að fullu og hreyta i sam-
ræmi við hann.
Hins vegar finnst mér að hyggjuvit fólks og skynsamlegar
hugmyndir þess um það, hvað liklegt sé, að bíði venjulegra
manna á dauðastundinni, og um langt skeið eftir dauðann,
hljóti að hafa vaxandi áhrif á lífsháttu þess á jörðu hér. Sú
hugsun ein, að það fari inn i annan heim, algerlega óbreytt
frá því sem það var á jörðinni, og lifi áfram án þess að vit-
undarlífið rofni, þótt flutt sé frá jarðnesku umhverfi inn í
andlegan heim, hlýtur að orka á viðhorf og breytni allra,
sem ekki eru viljandi blindir.
Hrópandi nauðsyn vesturlandabúa er að drepa sig úr alda-
gömlum dróma efnishyggjunnar.