Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 14

Morgunn - 01.12.1977, Page 14
92 MORGUNN í hvítum kyrtlí. Leikur bros um varir hans og finnst mér raðirnar hneigja sig fyrir honum. Sé ég hann svo ganga fram í salinn, sem mér finnst vera fullur af fólki og hneigja sig til beggja handa og bæra varirnar. Þá finnst mér að hann komi að sætinu sem ég sit í, líta til okkar og ég heyri að hann segir: 'Ég er ekki farinn frá ykkur. Ég mun vera með ykkur. Hugsið til mín. Svo gengur hann inn í raðimar aftur.“ Þannig er frásögn hins skyggna manns. Fyrir tveim dögum hringir sami maður svo til mín og eru nokkrar vöflur á honum. Ég finn að hann á eitthvað bágt með að segja erindið. Þegar hann hafði sagt til sín varð nokkur þögn, en svo sagði hann: „Ég get ekki verið að tvínóna við þetta lengur, ég fæ engan frið fyrr en ég er búinn að ljúka þessu. Ég hef verið hálf ragur við að segja þetta við þig og er búinn að draga það í nokkra daga, en það er þrýst svo fast á mig að ég get ekki dregið það lengur.“ Ég bað hann að hika ekki lengur við það. Þá sagði hann: „Svo er mál með vexti að Hafsteinn birtist mér fyrir þrem dögmn og sagði við mig: Segðu honum Ævari að færa öllum þakkir mínar. Og nú er ég búinn að því og mér er stórum létt.“ Ég túlka þetta svo að Hafsteinn fylgist vel með því sem við erum að gera hér i kvöld og þykir mér ekki ólíklegt að hann sé hér viðstaddur. En hvað sem því líður skal ekki á mér standa að færa ykkur þakklæti Hafsteins og vinarkveðjur og geri ég það hérmeð. Hinn skyggni vinur Haísteins er staddur hér meðal okkar í kvöld og væri fróðlegt að vita hvað hann sér hér af ósýni- legum gestum, en ég býð þá alla hjartanlega velkomna engu síður en ykkur hin sem hafið sýnt okkur þá vinsemd að koma hingað í kvöld.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.