Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 12
90 MORGUNN kjarna lífsskoðunar minnar i einni setningu. Hún er ef til vill ekki sérlega frunileg, en ég hef ekki séð ástæðu til þess að breyta henni. Hv'jn er þessi: Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið. Ég brá þessari mælistiku á sjálfan mig og upp- götvaði vitanlega að ég var gjaldþrota. Ég hafði alla mína ævi verið að þiggja. Setningin hljómar vitanlega sem þver- sögn, en ef hetur er að gáð kemur í ljós að hér er átt við þá fjársjóði sem Kristur talaði um og sagði að hvorki mölur né ryð fái grandað. Þetta er með öðrum orðum það eina sem við getum tekið með okkur til annarra sviða. Gjafir okkar og góð- leikur er aleiga okkar. í þessum skilningi var Hafsteinn Björnsson ríkur maður, því hvaða gjafir eru merkilegri en friður og hugarró, að geta sefað sorg og veitt huggun þar sem hana virðist hvergi vera að finna? En einmitt þetta voru hinar rikulegu gjafir Haf- steins til okkar meðbræðra sinna og systra. Með því að beita hæfileikum sínum til þess að koma á sambandi milli þeirra sem eftir lifa á jörðunni og hinna sem héðan verða að hverfa hverju sinni, varð Hafsteinn hinn óviðjafnanlegi huggari. Mörg okkar hefðu sennilega aldrei kynnst honum ef liann hefði ekki verið þessi mikli miðill, sem öll þjóðin þekkir nú. og ég geri ráð fyrir að ýmis ykkar teldu sig hafa farið mikils á mis. Svo er að minnsta kosti um sjálfan mig. Hafsteinn var maður trygglyndur og gleymdi aldrei þeim sem hann taldi velgerðarmenn sína. Nýlega lýsti ég því sam- kvæmt frásögn Hafsteins sjálfs í nokkrum minningarorðum um hann, hve skelfdur hann var og illa á sig kominn af feimni, uppburðarleysi og vanmetakennd þegar hann kom fyrst heim til Einars Kvarans og konu hans, sem voru hans fyrstu þjálfarar í hinu erfiða miðilsstarfi. Ótal sinnum hefur hann minnst þeirra við mig með djúpu þakklæti og virðingu. Hann gleymdi aldrei þessari fyrstu hjálp og vildi að hún gleymdist ekki. Eftir lát þeirra eignaðist hann annan vin og verndara þar sem var Jónas Þorhergsson fyrrum útvarps- stjóri, sem átti ríkastan þátt í að kynna hina fágætu miðils- gáfu Hafsteins víða um land. Ég vona að enginn taki það illa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.