Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Síða 32

Morgunn - 01.12.1977, Síða 32
110 MORGUNN Matthew stundaði nám í heimavistarskóla á þessum árum og þar tóku að gerast hvers konar undur. Stór og þung tveggja manna stálrum fluttust til með piltum í svefnskála þeirra og livers konar hlutir birtust úr lausu lofti, jafnvel hnífar sem flugu gegnum loftið og enginn vissi hvaðan komnir voru. Skýrir Matthew frá því hvernig þessi ókyrrð var næstum orðin því valdandi að hann væri rekinn úr skóla, þótt hann hefði vitanlega enga stjórn á þessum fyrirbærum. Þessari ókyrrð linnti ekki fyrr en Matthew tók að skrifa ósjálfrátt, en þá virðist sá kraftur i honum sem nauðsynlegur var til þess að hreyfing hlutanna gæti átt sér stað hafa farið í að framkvæma hina ósjálfráðu skrift, því þá komst aftur á kyrrð i kringum hann. Ósjálfráða skriftin hafði þann stórkostlega kost i för með sér fyrir Matthew, að með henni náði hann valdi á hreyf- ingafyrirbærunum og gat nú komið í veg fyrir þau marg- víslegu vandræði sem stafað höfðu af þeim fyrir hann. En ekki dró úr undrun manna þegar hann fór að skrifa ósjálfrátt, því þá tóku að birtast á blöðum hans hvers konar boð, að því er virtist frá látnu fólki. Boð þessi voru ákaflega margvísleg og misjafnlega merkileg. Sumt voru skilaboð til eftirlifandi ættingja og þar á meðal má nefna boð frá afa Matthews sjálfs, sem lýsir í einstökum atriðum með hverjum hætti lát sitt hafi að höndum borið og hvað hafi gerzt fyrst eftir að hann yfirgaf líkamann. Langflest þessara boða voru þó frá fólki sem Matthew hafði aldrei áður heyrt getið um og þekkti ekkert til og á ýmsum mismunandi tungumálum, jafn- vel á tungumálum sem Matthew hafði aldrei lært og botnaði því ekkert í. Þau varð því að þýða. öll voru boðin skrifuð með allt annarri rithendi en Matthews og í þeim tilfellum, sem hægt var að ganga úr skugga um það, hvort rithöndin hefði i rauninni tilheyrt viðkomandi sendanda (eins og í til- fellinu um afa Matthews) þá kom í ljós að þetta var rithönd hins látna. Eins og að framan getur voru flestar undirskriftir boðsendara nöfn fólks sem Matthew hafði aldrei heyrt getið um, en þó voru nokkur frá alkunnum persónum, eins og t.d.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.