Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 41
Reykjavik 9. 8. 1977.
Hr. ritstjóri, Ævar R. Kvaran!
Ég sendi meðfylgjandi vitnisburð til tímaritsins Morguns. Það
eru tvö ár síðan ég skrifaði hann. Ég var s.l. sunnudag við messu
i Dómkirkjunni hjá séra Hjalta Guðmundssyni. Þegar hann hafði
lokið ræðu sinni og gekk úr stólnum. kom til min sterkt kall
(rödd) og ég var beðinn að senda Kvaran þennan vitnisburð. Svo
verður sem vill.
Með virðingu og þökk.
Benedikt Guðmundsson.
BENEDIKT GUÐMUNDSSON, AKUREYRI:
TRÚ Á BJARGI BYGGÐ
„í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.
Það var í upphafi hjá Guði.“ (Sjá Jóh. 1, 1.—2. v.).
Ég var ungur að árum, er ég setti mér það markmið að
þekkja Guð og almætti hans. Það er ekki nema ein leið til,
sem veitir okkur örugga þekkingu á Guði, það er Biblían,
bók bókanna. Það þarf mikla hugsjón og skilning til að með-
taka þann boðskap, sem Biblían flytur okkur. öruggasta leið-
in til að þekkja Guð og almætti hans er að eiga daglega stund
með Guði í einrúmi, sem er bænastund og Biblíulestur. Bibl-
ían er mér heilög bók og í henni er engin „bein-hnúta“ sem
þarf að kasta úr, en það var sagt um stofnanda Hjálpræðisi-
hersins William Booth, að hann hafi lag á því að kasta bein-
hnútunum úr Biblíunni. Mikið af Biblíunni er torskilið, sér-
staklega Opinberun Jóhannesar og Hebreabréfið. Tveir sam-
tiðarmenn okkar og fræðimenn í kristinni trú og bibliufræð-
um, þeir dr. Jakob Jónsson og hr. biskupinn Sigurbjörn Ein-