Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 73

Morgunn - 01.12.1977, Page 73
í STUTTU MÁLI 151 Bréf Pálínu. Heill og sæll Haraldur. 1 fyrra haust er þú dvaldir í Heilsuhæli N.L.F.I. í Hvera- gerði, varð Hildur Blöndal, simaafgreiðsludama liælisins fyr- ir undarlegum atvikum síðasta daginn, sem ég dvaldi í sumar- leyfi mínu suður á Mallorka. Þú baðst mig um að sjá til þess að Hildur skrifaði þetta niður meðan hún myndi það glöggt og senda þér siðan. Hildur varð við bón minni og gaf mér þetta skriflegt. ,Ég stakk bréfinu niður í skrifborðsskúffu hjá mér, hefi öðru hvoru munað eftir þvi, en orðið í undandrætti að koma þvi til þín. Læt. nú verða af þvi. Samtal okkar Llildar á þennan dulræna hátt, er algerlega sannleikanum samkvæmt. Við ferðafélagarnir vorum mjög óheppnir með veðrið i þessari ferð. Fólkið sem Hildur spurði um, bjó við aðra strönd en ég, sá ég það aðeins þrisvar sinn- um i hópferðum. Ekkert af þessu gat Hildur vitað um, er hún náði sambandi við mig, þvi að þetta samtal (er Hildur segir frá í bréfi sínu) á sér stað siðasta daginn sem ég dvel á Mallorka, og engar fréttir liöfðu borist lil hennar. Hún vissi ekki hvenær von var á mér heim. Ilildur hefur orð á því við samstarfskonur okkar á heilsu- hælinu, að ég sé komin úr ferðalaginu og byrjuð að vinna, en þær bera á móti því, og segja henni að ég sé ekki komin heim. Hildur segir aftur á móti, að það geti ekki verið, því að hún liafi talað við mig, og var sannfærð um, að hér væri ekkert óvenjulegt á ferðinni. En er Hildur kemst að þvi, að ég var ekki á hælinu, hringdi hún til móður minnar í Reykja- vik, til að fá fréttir af mér, og fékk þá staðfestingu, að ég væri ókomin til landsins. Ég rengi að engu leyti frásögn Ilildar, hún er gegn vönduð og áreiðanleg. Fjölyrði þá ekki meira um þetta. Kær kveðja, Pálína R. Kjartansdóttir.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.