Morgunn - 01.12.1977, Blaðsíða 10
HAFSTEINS BJÖRNSSONAR MIÐILS
MINNST
Á FUNDI S.R.F.I. 1 LANGHOLTSKIRKJU
ÞANN 29. SEPTEMBER 1977
ÆRK var falið að skipuleggja þennan fund og fór hann
fram með þeim hætti, að efni hans rann saman frá upphafi
til loka án nokkurra kynninga. Hann hófst og endaði með
söng, sem einnig var milli ræða, en ræðumenn þessir (í þeirri
röð sem þeir fluttu ræður sínar): Ævar R. Kvaran, Guðmund-
ur Jörundsson, Eirikur Pálsson, varaformaður S.R.F. Hafnar-
fjarðar og Guðmundur Einarsson, forseti S.R.F.I.
Söngflokkurinn sem hafði sett svo hugljúfan blæ á útför
Hafsteins í Fossvogskapellu þ. 1. septemher, söng hér enn á
þessum minningarfundi um hann og var söngurinn frábærlega
fagur og eftirminnilegur.
S.R.F.Í. færir þessu ágæta söngfólki alúðarþakkir fyrir
ómetanlegan þátt i þessum minningarfundi um Hafstein
Björnsson. Þessi dásamlegi kór var skipaður ýmsum af kunn-
ustu einsöngvurum þjóðarinnar. Þetta eru nöfn söngvaranna:
Ólöf K. Harðardóttir, sem söng einsöng, Elín Sigurvinsdóttir,
Eygló Yiktorsdóttir, Sigurveig Hjaltested, Margrét Eggerts-
dóttir, Hákon Oddgeirsson, Kristinn Hallsson og Halldór Vil-
helmsson. Organisti var Jón Steinsson og stjórnandi tónlist-
arinnar Garðar Cortes, söngskólastjóri.
Hljóðritun önnuðust Ævar .Tóhannesson og öm Guðmunds-
son.
Hér á eftir fer ávarp Ævars Kvarans.