Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Síða 29

Morgunn - 01.12.1977, Síða 29
ÁHRIF SPIRITISMANS . . . 107 sýnist að þessi fyrirbrigði geri meira illt en gott, nema sem grundvöllur að visindalegri rannsókn, er hafi það að mark- miði að bæta sálræn sambönd. Við eitt tækifæri er Stainton Moses svo hvatvis að segja við Imperator að hann hafi „hérumbil eins mikla trú og hann muni nokkurn tíma hafa.“ Honum er svarað með langri og biturri ávítan. Hér eru glefsur úr henni: „Þér skjátlast ef þú hyggur að trú þín sé eins sterk og hún verður. Er hún hefur vaxið og hreinsast þá verður máttur hennar gerólíkur hinni köldu, útreiknuðu, tilfinningasnauðu játningu, sem þú nú kallar trú . . . Til þess að trú sé raun- veruleg verður hún að vera utan takmarka varúðar og loga af kröftugra eldsneyti og áhrifaríkara en reiknandi hygg- indum og rökfra'ðilcgnm ályktunum eða dómslegu hlutleysi. Hún verður að vera innri eldur, meginorsök, sem stjórnar lífinu og allsráðandi afl . . . Þetta er það sem bíður dauða og kvölum byrginn . . . og leiðir hinn trúaða loks að markinu. Þú þekkir ekkert af þessu. Trú þin er ekki trú, heldur að- eins rökfræðileg játning, sem haldið er niðri af hugrænum fyrirvara. Trú sú, er þú hefur, myndi ekki flytja fjall, þótt. hún kynni að nægja til að velja öruggan veg kring um það . . . Sá tími mun koma að þig mun furða á að þú skulir nokk- urn tíma hafa getað valið þessari reiknuðu varfærni, tign- arheiti trúarinnar . . . Er sá timi kemur munt þú ekki setja þessa litdaufu marmarastyttu þar sem lifandi líkami á að vera, — eðlishvöt þrungin sannfæringu og hlaðin orku hins æðsta tilgangs. Þú ert: trúlaus.“ En svo ég snúi aftur að því, sem ég sagði fyrr í kafla þessum um presta og spámenn, hygg ég að sá tími muni koma að prestar verði óþarfir og hverfi úr sögunni, en ég hygg að prestanna verði þörf lengi ennþá. Fyrr á dögum voru prestarnir stjörnufræðingar og sáu um timatalið og menn treystu þekkingu þeirra á því hvenær ætti að plægja akrana og sá korninu. Nú liafa stjörnufræð- ingarnir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrarnir tekið störf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.