Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 22

Morgunn - 01.12.1977, Side 22
100 MORGUNN Andinn las: „Ég ætla í fáum orðum að sanna með stuttri sögulegri frásögn, að eign er nýlunda og hefur smám saman aukizt og þróast frá því á tímum sjálfrar frumkristninnar, ekki aðeins síðan á postulaöldinni, heldur ávallt síðan Con- stantinus kom á hinni sorglegu sameiningu kirkju og ríkis.“ Bók þessi reyndist vera skrítin samsuða sem nefndist Roger’s Antipopopriestian, og það sem hér var tekið upp, var orð- rétt lesið, að öðru leyti en því, að orðið „frásögn" (narrative) hafði verið sett í staðinn fyrir „skýrsla“ (account). Síðan bauðst andinn til að lesa aðra tilvitnun og sagði: „Farðu og taktu elleftu bókina í sömu hillu. Hún mun opnast á réttri síðu. Taktu hana og lestu og viðurkenndu mátt vorn og leyfi það, sem hinn algóði guð veitir oss til þess að sýna yður vald vort yfir efninu. Hans sé dýrðin. Amen.“ „Bókin (Poetry, Romance and Rhetoric) opnaðist á bls. 145, og þar var greinin orðrétt. Ég hafði ekki séð þessa bók fyrr og hafði áreiðanlega enga hugmynd um efni hennar.“ Næstu 150 blaðsíðumar, frá þessum stað, eru helgaðar frá- sögnum um óendanlega baráttu milli Stainton Móses og Im- perators, sem flutningsmanns þeima. Stainton Móses skýrir strang-heiðarlega frá hugsanagangi sínum og það hlýtur að hafa verið honum mjög erfitt, eftir að hann var loks orðinn viss um áreiðanleik skeytanna, að birta almenningi, hversu þráhaldinn hann var við hið órökrétta sjónarmið sitt, sem snerti ekki upprunalegt gildi skeytanna (þvi honum var marg- sinnis sagt, að þar væri hann aðeins frjáls milliliður) heldur að fá Imperator til þess að segja liver hann væri, til þess að sanna betur að hann væri sambandsandi, sem mætti treysta. Þessa upplýsingu neitaði Imperator hvað eftir annað og afdráttarlaust að láta í té (þótt hann léti undan síðar), en hann sýndi sannkallaða engla-þolinmæði og sjálfsstjórn gagn- vart þráa og fastheldni Staintons Móse við þá skoðun, að Imperator ætti að sanna ráðvendni sína. Eins og þér hafið sjálfsagt tekið eftir er Imperator hvorki mjúkur né mildur, en þó sýnir hann óbilandi hugarró gagn- vart þeim óþolandi egningum, sem jafnvel geðstilltur les-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.